Réttur - 01.02.1917, Page 7
Henry George
Q
hertóku huga hans. Eitt ár var hann meðritstjóri við
blaðið »Times« í San Fransisko, og jafnframt fréttaritari
fleiri blaða. Með því starfi ávann hann sér vináttu ýmsra,
og áhrif hans útbreiddust óðum. Árstekjur hans höfðu
aldrei áður verið eins miklar og nú. Merkustu ritgerðir
hans í blaðinu fjölluðu um járnbrautarlagninguna um
þvera Ameríku, sem þá var á döfinni, og sýndi hann
skýrt áhrif og afleiðingar hennar í vesturfylkjunum og
San Fransisko — dró eigi dul á skuggahliðarnar, og
benti á hvernig sneitt yrði hjá þeim.
Veturinn 1869 dvaldi H. George í New-York, og þar
leit hann þær myndir af mismun auðs og fátæktar, er
komu honum til þess að finna köllun sína í lífinu. í
frístundum sínum reikaði hann um götur hejmsborgar-
innar, og braut heilann um framkvæmdir æskuhugsjóna
sinna. Hitt var honum óskiljanlegt að þessi lífskjör —
misræmið í mannfélaginu — væri óbreytanleg og sam-
kvæm náttúrlegum lífslögum. — Hét hann sjálfum sér
því hátíðlega, að grafast fyrir orsakir fátæktarinnar og
leita ráða til þess að bæta úr henni. Og því heiti brást
hann aldrei, skoðaði það sem »boð til sín frá guði«.
Spurningin var þessi: »Hver er orsök fátæktárinnar og
á hvern hátt verður hún brott numin?« Og alt í einu
virtist honum það ljóst. þegar bygðin þéttist, hækkar
jörðin í verði, og þeir, sem verða að vinna fyrir afnota-
rétti til jarðar, þurfa meira og ineira að borga fyrir það.
Vinnulaun þeirra hækka eigi hlutfallslega eins mikið.
Útkoman því oftast sú, að fátækt verkalýðsins eykst í
hlutfalli við auðsöfnun jarðar- eða lóðaeigenda. Árið
1871 hóf George að rita svar sitt við áðurnefndri spurn-
ingu, og gaf út dálítinn ritling: »Jörðin og jarðarumráð-
in«. Par segir svo: >Afrakstur jarðarinnar er hinn sami,
hvort sem jarðarverðið er hátt eða lágt. En jarðarverðið
og vinnukaupið standa í öfugu hlutfalli hvort viðannað;
sé hið fyrnefnda hátt, verður kaupið lágt. Og verðmæti
jarðeignarréttarins er fólgið í því að handhafi hans hefir