Réttur - 01.02.1917, Page 8
10
Réttur
aðstöðu til að ráða yfir og eignast vinnuarð annara
manna, að vísu í misstórum stíl. Ef einstaklingur á einka-
rétt á jörð, sem aðrir þurfa að lifa á, hefir hann laga-
leyfi og skipulagslega aðstöðu til að ráða yfir vinnuarði
þeirra, oft að öllu — ætíð að nokkru leyti. — Félags-
skipulag nútímans veitir einstaklingnum fulla heimild og
ráð til þess að safna jarðeignum á sína hönd — án þess
að hann þurfi að greiða skatt til [jjóðfélagsins í neitt
líku hlutfalli við smábændur og verkamenn. Slíkt er
jafnvel í óréttlátara formi en á lénsmannaöldinni.«
Petta alt er betur rökstutt og útfært í bókinni »Fram-
för og fátækt<.
— — Næstu fjögur árin gaf H. George út dagblað,
ásamt nokkrum öðrum mönnum, og var sjálfur ritstjóri
þess. Pótti það sérlega frjálslegt, vinsælt meðal góðra
manna, en hatað af gróðabrallsmönnum og krókarefuni,
sem margoft reyndu til þess að múta ritstjóranum til
fylgis við sig í ýmsum ódáðum — bæði einstakir menn
og heil járnbrautarfélög. — Blaðið hætti svo að koma
út sökum fjárþrota.
— Árið 1876 fór H. George fyrst að beita mælsku-
gáfunni og láta til sína taka í ræðu. Við forsetakosning-
una það ár, studdi hann forsetaefni Lýðveldissinna, er
hann hugði hlyntan verkamönnum og fríverzlun. í ræðu
einni komst liann svo að orði: Samborgarar! Nú er
þrælahaldið úr sögunni. En lítið yt'ir Norðurríkin, og þið
munuð ennþá sjá þar annað, sem er verra en þræla-
haldið — og þróast undir þeirri stjórn og skipulagi, sem
þið styðjið með atkvæðum ykkar. í Pensylvaníu eru 70
þúsund manns atvinnulausir! í New-York eru 50 þús.
manns brauðlausir! Lítið á öreigastofnanirnar og hópa
af iðjuleysingjum og flökkurum, sem stela og ræna þeg-
ar þeir geta ekki unnið sér brauð. — Látið eigi reka
ykkur inn í myrkrið! Engin embættismannabýtli skýra
málið né breyta ástandinu, ef tildrögum þess og rótum
er eigi útrýmt.*