Réttur - 01.02.1917, Page 14
16
Réttur
ingarnar 1886. Tók hann því í fyrstu mjög fjarri, og
krafðist þess, að 30 þús. kjósendur í borginni skrifuðu
undir áskorunina. En svo lét hann að orðum vina sinna,
er sáu að á kosningafundunum væri bezt aðstaða til að
kynna og útbreiða skoðanirnar. Flokkarnir urðu skelkað-
ir við framboð H. George, og lýðvaldssinnar báðu hann
að hætta við það og hétu honum aftur á mpti stuðn-
ingi við þingkosningar — án þess að það þyrfti að kosta
hann nokkra fyrirhöfn. Töldu þeir að með framboði
sínu mundi hann gera uppreisn í borginni, vekja upp
þá byltingu, sem flokkunum yrði óviðráðanleg. »En það
ætla eg einmitt að gera,« svaraði H. George, »eftir borg-
arstjórastarfinu sækist eg ekki, en nú er eg ráðinn í að
bjóða mig fram.«
Kosningahríðin var snörp og virtist mannfjöldinn
sækja langmest fundi og ræður H. George. Og einn
helzti samherji hans, katólski presturinn dr. McGlynn,
talaði máli hans af ofurkappi — þrátt fyrir bann em-
bættiseiðsins og kirkjunnar. — »Eg er nú farinn að sjá,«
mælti H. George, »í hverju hin praktíska pólitík er fólg-
in. Undir gildandi skipulagi og skilyrðum verður sá, sem
vill komast stjórnmálabrautina, að hneigja sig og skríða,
nota hrekkjabrögð, smjaðra og ógna á víxl. Eg kaus
aðra leið — þá, sem brotin er á undan pólitíkinni —
leið hugsjóna brautryðjenda, sem miljónir manna skulu
síðar ganga.«
Og mótflokkarnir börðu hann látlaust brígslum, töldu
hann »einveldispostula, morðingja eignaréttarins og níð-
ing frelsisins, byltingamann, sem vill ræna fátæklingana
o. s. frv.« Aldrei áður höfðu verið haldnar eins margar
ræður við kosningar; H. George talaði oft 12-14 sinn-
um á dag. Og æsingin stafaði af því, að hér var annað
og meira en venjuleg dægurpólitík á ferðinni.
Úrslitin: Hewitt (Demokrater) fékk 90 þús. atkvæði,
H. George 68 þús. og Theodore Roosevelt (Repu-
blikaner) 60 þús. atkvæði.