Réttur - 01.02.1917, Page 17
19
Henry George
»Standard« til þess að sinna bókinni. En vinur lians,
Tom L. Johnson, studdi hann fjármunalega.
* *
*
Með öllu striti sínu og starfi í þjóðmegunarmálum
hafði Henry George öðlast öfluga trú á lífið og fram-
hald þess. í niðurlagsorðunum í »Framför og fátæktc
segir hann: »í öllum rannsóknum minum liefi eg fylgt
eigin hugsunum. í byrjun bókarinnar þurfti eg engin
kerfi að styðja, engar niðurstöður að sanna. En eg hafði
séð fátæktina og eymdina í stórborgunum og hafði eng-
an frið fyrir þeirri hugsun, hvernig bætt yrði úr því. En
trúin vaknaði í brjósti mínu. ' Um kirkjutrú eða trúarfé-
lög skeytti hann aldrei. Lét börn sín sjálfráð í þeim efn-
um. Hann lét sér eigi mjög ant um að halda börnum
sínum fast að skólum, þótti kenslutímarnir langir. Og
heima heyrðu þau margt og lærðu, því jafnan var gest-
kvæmt í húsi Georges af mönnum úr flestum löndum
heimsins og þá margskonar fróðleikur í viðræðum við
húsráðanda. — Hjónaband H. Georges og konu hans
varð ástúðlegra með hverju ári sem leið, og síðari árin
studdi hún mann sinn mikið við ritstörfin og ferðalög-
in. — Ymsir beztu vinir Georges bundust trygðum við
hann, sérstaklega sökum persónueiginleika hans, hug-
rekkis hans og miklu og næmusamúðar; hún var, ef til
vill, sterkasti eðlisþáttur hans. Hann hafði gengið í harð-
indaskóla lífsins og skildi þess vegna svo vel kjör
annara.
— Þrátt fyrir gengi sitt, heiður og viðurkenningu á
síðarr árum, var hann ávalt jafn óbrotinn og alúðlegur.
Hafði altaf öniun á samkvæmislífinu og skrafinu, mjög
gjarnt til að hugsa lítið um, hvernig hann klæddist, kom
því oft á samkomur með frakkatm sinn skakkt hneppt-
um o. s. frv.
Oeorge var aiveg laus við sjálfsálit, mat lítiis al-
2*