Réttur - 01.02.1917, Side 27
Skattamál
29
Uppfylla beinu skattarnir betur þessi skilyrði? Hér
verður lítið farið út í það efni í bráðina, því að þeireru
svó lítill hluti af öllum sköttum. Pó má geta þess, að
skattur á kvikfénaði hefir lík áhrif og skattur á kvikfjár-
afurðum að því leyti, að framleiðslan verður dýrari og
hindrast þess vegna. Um skatt á húsum og öðrum rnann-
virkjum er það að segja, að hann hindrar það, að þau
hús og önnur mannvirki verði reist eða gjörð. Ýmsar
framfarir, svo sem raflysing, rafhitun, vatnsleiðsla, vatns-
salerni o. fl. o. fl., gjöra húsin dýrari. Að því leyti sem
skatturinn verður hærri vegna þess verðs, sem liggur í
þessum framförum, er hann skattur á framjörum, sem
vinnur að því að hindra framfarirnar. Menn eru blátt
áfram sektaðir fyrir að gjöra umbætur. 7ekjuskatturinn
uppfyllir ekki 4. skilyrðið (siðferðisskilyrðið). Erfðaskattur
getur verið góður, en hann getur líka verið stórum rang-
látur: Fátækur maður deyr frá konu (ef til vill heilsu-
lausri) og ungum börnum. Pá kemur skattheimtumaður-
inn og tekur sumt af þeim litlu reitum, sem fjölskyldan
á, rétt eins og hún hefði orðið fyrir einhverju stórkost-
legu happi. Ef þetta er ekki synd og hróplegt ranglæti,
þá veit ég ekki hvað það er.
* *
*
Hver er þá orsökin til þess, að tollsteínan virðisthafa
haft og hafa enn mest fylgi hjá löggjöfum þjóðarinnar?
Qamalt spakmæli segir, að engin lög séu svo rang-
lát, að eigi séu þau einhverjum í hag.
Tollstefnan er stefna auðmanna: landeigenda, námu-
eigenda, verksmiðjueigenda, kaupmanna, skipaútgerðar-
manna, járnbrautafélaga, eimskipafélaga, fasteignasala,
hálaunaðra embættismanna o. s. frv. (auðvitað eru til
undantekningar meðal þeirra).
Löngum hefir verið sagt, að á íslandi væri ekkert auð-