Réttur - 01.02.1917, Page 31
Sendibréý
33
gefur yður rétt til þessarar fullyrðingar. Eða hafið þér
nú annars athugað vel hvað þér sjálfur meinið með
»frjálsri« samkepni? Hefir þessi svo kallaða samkepni
reynst öllum »frjáls«, eða veitt öllum jafnt frelsi? Ef vér
viljum kryfja eitthvert málefni alvarlega til mergjar, og
ekki ríða gandreið á tómum innihaldslausum slagorðum,
sem hver hefir eftir öðrum íhugunarlítið, þá megum vér
ekki gleyma því, að tíminn, rás viðburðanna og ný-
myndanir lífsins raska sífelt innihaldi orða og hugtaka,
og annaðhvort gefa þeim nýtt innihald, eða gera þau að
tómu hulstri útlifaðra eða dauðra hugsjóna, sem að vísu
giamrar oft mikið í, á strætum og gatnamótum, í blöð-
um og bókum, en ekkert lífsgildi hafa lengur, ekkert
lifandi sannleiks innihald. Mundi nú ekki geta skeð, að
»frjálsa« samkepnin væri eitt af þessum tómu hulstrum
utan af dauðri og visnaðri hugsjón. Á dögum frönsku
stjórnbyltingarinnar var eðlilegt að menn væntu mikils
af frjálsu samkepninni, því þá var hún óreynd, þá var
hún hugsjón ein, en þrungin af lífsgildi og von.
Síðan hefir reynslan fært mönnunum heim margan
sanninn, mörg vonbrigði, meðal annara þau, að hug-
tökin »frelsi« og »samkepni« samþýðast ekki í fram-
kvæmdinni af sjálfum sér eins auðveldlega og menn
höfðu vænst, og skilyrði fyrir því eru ófundin enn. Pað
hefir gengið líkt að samþýða »frelsið« og »samkepnina«
eins og hitt, að samþýða: »frelsi, jafrirétti, bræðralag«,
sem mönnunum samtímis var boðað með svo miklum
trúarstyrk. En þar með er alls ekki sagt, að nú sé leit-
inni lokið eftir skílyrðunum til framkvæmda þessum há-
leitu hugsjónum, nú séu menn komnir það, sem þeir
lengst geti komist í leit sinni eftir siðlegum umbótum
og farsællegri lífsreglum, eða félagslífi.
F*ér segið, að það muni hafa vakað fyrir útgefendum
»Réttar«, að margt sé það í þjóðfélagsskipulagi voru,
sem þörf sé að laga. Retta er nú satt og rétt. En þér
3