Réttur - 01.02.1917, Side 47
Henry George og jafnaðarmenskan 49
heldur annað stórum fjærs,kyldara, skorkvikinclin. Maurar
og býflugur gera bústaði sína, safna vistum, ala upp af-
kvæmi sín, berja frá sér óvini sína o. fl. með þeirri sam-
vinnufestu, að það minnir á skipulegt mannfélag, og
gerir oss þau miklu nærstæðari en æðri dýrin, sem oss
eru þó miklu líkari að líkamsgerð.
Að vísu virðist samvinnan meðal þessara dýra stjórn-
ast af ytri forgöngu annara dýra, ef fljótt er á litið, svo
að vitsmunaforgangan leiði til vitundarhlýðni. Býflugna-
búið hefur drotningu sína, drjóna og vinnubý. Maurarn-
ir fylkja liði bæði til bardaga og vinnu eins og herir til
orustu og atvinnu.
En ef vel er aðgætt, er þetta aðeins, að það sýnist svo.
Það er innra, ósjálfrátt vitsmunamagn, eðlisleiðslu má
kalla það, sem verkar beint á einstaklingana, svo að
hver þeirra fer með frjálsum vilja til sinna starfa, og
vinnur þar eins og lífsanginn í fræinu eða egginu, sem
vinnur ósjálfrátt,-þangað til fram kemur planta eða fugls-
ungi.
Maðurinn með sjálfsafvitund hefur lítið af þessu eðlis-
leiðslumagni. Lífsstörfin ósjálfráðu ganga að vísu sinn
vanagang í honum eins og öðrum skepnum, en eðlis-
leiðslan virðist hafa dregið sig mjög í hlé við það að
skynsemin hefur tekið að sér forustuna. En skyn-
semin tekur þá að sér hlutverk eðlisleiðslunnar, og
hefur ráð á óendanlegum úrræðum til þess að sam-
eina takmarkastefnur einstaklinganna og beina þeim í
þær áttir, sem bezt henta. Kenna mönnum að losa sig
við það, sem miður á við og gerir framsóknina ógreið-
ari, og ná færum á að fá það, sem greiðir götuna á-
fram. En þegar til kastanna kemur méð slíkt, er mest
um vert, að kunna að velja og hafna, og þar á skyn-
semin að vera leiðtoginn.
* H:
A