Réttur - 01.02.1917, Side 48
50
Réttur
Þar eð eg hef orðið þess var, að margir telja Henry
Oeorge til jafnaðarmanna, hef eg snúið þessum köflum
úr :>Þjóðmegunarfræði« hans, til þess að sýna, að það
er ekki rétt álitið, ef telja skal til þess jafnaðarstefnu þá,
sem ofaná hefur orðið hér í norðurálfu og þýzku jafn-
aðarspekingarnir: Lasalle, Marx og Bebel hafa sett í
fræðikerfi. Oeorge stendur langt fyrir utan allar verk-
mannaæsingar,* en heldur fram samvinnustefnunni og
hagsmunafélagsskapnum, bygðum á þeim grundvelli,
sem hann finnur að er grundvöllur náttúruþroskans og
náttúrulífsins. Með því vill hann láta velferð og vellíðan
mannanna þroskast og myndast af sjálfu sér með hyggi-
legu fyrirkomulagi atvinnulífsins og atvinnuréttindanna í
heiminum. Byltinga- og æsingalaust vill hann það gangi
fram til æðri þroskunar mannfélagslífsins eftir lögmálum,
sem greiða götu að hagsæld og velsæld allra einstakl-
inga mannfélagsins. Það leynir sér ekki, að hann hefur
illa trú á kenningum hinna þýzku sósíalista, af því að
þær séu vanhugsaðar og raski eðlilegu jafnvægi atvinnu-
lífsins, þótt á hinn veginn maður verði að kannast við,
að vanséð sé, hvort skoðanir hans eigi alstaðar við, þó
að þær kunni að eiga við í Ameríku og auðlöndunum.
a j)
* Á það benda meðal annars orð þau, sem höfð eru upp eftir lionum
á bls. 21 hér að framan.