Réttur - 01.02.1917, Side 49
Guðjón Baldvinsson.
i.
Af öllum íslenzkum þjóðarsiðum held ég að mér sé
ekki ver við neinn en þann að geta aldrei nefnt látinn
mann án þess að hnýta við nafnið merkinu »heitinn«
eða »sálugi«. Mér finst altaf sá sem talar vera með þessu
að reisa múr á milli sín og dána mannsins, benda á að
þráðurinn sé kliptur sundur. Og grunur minn er líka sá,
þótt ekki geti ég fært sönnur á það í svipinn, að bak
við þennan sið leynist göniul hjátrú: menn hafa óttast
að svipur hins látna mundi hefna sín, ef gleymt væri að
geta þess, að hann væri dáinn og þá helzt kominn til
himnaríkis (sálugur er úr dönsku, salig, og alls ekki
sama sem »sálaður«, eins og sumir skrifa). En við sem
nú lifum ölum engan slíkan ótta, og við mættum vel
muna hitt, að þó líkaminn deyi og hvað sem sálinni
líður, þá lifir altaf nokkuð eftir af mönnum: verk þeirra,
áhrif, minningarnar, myndin. Og er óþarfi að fjölyrða
um slíkt, því að hver maður getur fundið þess nóg
dæmi, ef hann fer að hugsa um.
Ég hef lika heyrt fólk tala um Ouðjón heitinn Bald-
vinsson; og ég þagði. En í huga mér risu upp eindreg-
in mótmæli. Parna var maður, sem dó á æskualdri, áð-
ur en hann hafði komið nokkru af því í framkvæmd,
sem hugur hans þráði mest. En þarna var samt maður,
4*