Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 52
54
Réttur
veiki, en í raun og veru stafaði það frá hjartanu. Um
veturinn í Höfn lagðist hann veikur og lá lengi. Hann
skrifar þegar hann er nýkominn á fætur: Aðalatriðið er
að ég fari afargætilega með mig, svo að það er vafa-
samt að ég megi lesa svo mikið, að ég geti tekið heim-
spekispróf í vor, og þykir mér slæmt að koma heim
próflaus eða þá falla í gegn! Er mér ekki vorkunn þó
að mér finnist stundum, að ég sé sem vængbrótinn
fugl, sem ekkert getur nema oltið um sjálfan sig og
»barmað« sér — ef til vill dregist heim í hreiðrið sitt
og smádrepist þar. Svona skrifa ég samt engum nema
þér, ég ber mig mannalega þegar ég skrifa öðrum« (22.
apríl, 1906).
Hann náði samt heimspekisprófi um vorið, en heilsan
varð aldrei söm. Ekki þó svo, að hann hefði daglegar
þjáningar, en hann varð að forðast alt, sem æsandi á-
hrif gat haft, mátti ekki leggja mikið á sig, varð að
ganga með hvíldum upp stiga o. s. frv. Hann var ekki
nema 23 ára og áhuginn mikill. Hann vissi að sjúkdóm-
urinn var ólæknandi, en dauðanum kveið hann lítið. »Ég
hef oft óskað þess, að ég gæti sagt eða gert eitthvað
gott og farið svo veg allrar veraldar« — skrifar hann
einu sinni. Því kveið hann mest, ef hann yrði óverkfær
og lifði svo lengi. En þetta varð ekki. Hann lá tvær leg-
ur eftir þessa og dó úr þeirri síðari.
Hann hafði verið ástfanginn í stúlku heima á íslandi
áður en hann fór utan, og var þó ekki viss um tilfinn-
ingar sínar. En fjarveran styrkti þær og skýrði, og ann-
an veturinn sem hann var í Höfn varð óvissan honum
óbærileg. Hann skrifaði, og fékk að svari: engin ást,
ekkert néma vinátta. F*etta svar var fyrst í stað eins og
rothögg. Öll tilveran varð grá og gleðisnauð, honum
fanst hann ekki þekkja bæinn aftur þegar hann gekk um
göturnar, — Hann unni aldrei annari konu.