Réttur - 01.02.1917, Side 55
Guðjón Baldvinsson
57
Uppeldismálin heima eru, eins og flest annað, langt á
eftir tímanum og í afarillu ástandi.
Enginn af öllum þeim, sem stunda nám hér við há-
skólann, hugsar um sh'kt minstu lifandi vitund. Þetta
ber vott um ískyggilegan sljóieik. Pví ef vel ætti að vera
þyrftu beztu menn landsins að leggja heilana í bleyti
til þess að ráða heppilega bót á uppeldi vaxandi kyn-
slóða. Að þessu ætla ég að vinna eftir mínu litla megni.«
IV.
Ouðjón tók þróunarhugsunina bókstaflega og barna-
lega, eins og mönnum hættir við að taka nýju fagnað-
arerindi. F*að er ekkert nema draumsjón, að halda að
maður geti »notið vel allra hæfileika sinna«, og það þó
að heilsa og kraftar séu í bezta lagi. Ytri og innri höml-
ur hefta slíkan vöxt. En í þessari kröfu felst mikil ham-
ingjuvon, og fyrir Ouðjón varð hún millibilsstig, sem
gerði honum léttara að yfirgefa æskuvúnir sínar.
Antiars er ég viss um að Guðjón hefði ékki, 28 ára
gamall, verið kominn svo langt í að þroska sig og per-
sónueinkenni sín, og hann var þegar hann dó, ef hann
hefði ekki vitað, að hann átti dauðann vofandi yfir höfði
sér. En dauðinn var búinn að gera honum boð á und-
an sér, og þetta var hvöt til þess að nota tímann vel,
til þess að stefna beint á aðalatriði lífsins og reyna að
lifa heila æfi á fáum árum. Dauðinn er stundum ekki
einu sinni svona líknsamur. Mér dettur í hug annar
æskuvinur minn, lngimundur Guðmundsson ráðunautur.
Hann var allra manna hraustastur, fágætt dæmi styrkrar
sálar í heilbrigðum líkama. Hann lagði hvert árið eftir
annað í að búa sig undir lífsstöðu sína og gaf sér lít-
inn tíma til annars. Pó að hann hefði áhuga á fræði-
grein sinni, vissi hann vel, að hún snerti lítið þroska
sálarinnar og manngildisins, hið eina nauðsynlega. En
hann bjóst við löngu lífi og lifði í þeirri von, að lífið
mundi verða auðugra og persónan fá að springa út að