Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 56
58
Réttur
loknu prófi. Hann kom heim, hóf starf sitt með gætni,
eins og sá sem hefur nægan tíma, og byrjaði jafnframt
að leggja stund á ýmislegt annað, sem hann lengi hafði
þráð. En svo reið hann einn dag í sólskini framafskör-
inni, út í opinn dauðann.
í raun og veru reyndi Guðjón þó aldrei að .framkvæma
þetta, sem hann segir um að njóta allra hæfileika sinna.
Pað hefði líka leitt hann út á listrænt marglyndi, en sú
lífsstefna var lítt að skapi hans, þó að hann gæti dáðst
að henni í bili. Það leið ekki á löngu áður en kenslu-
mál og einkum þjóðfélagsmál urðu aðalefni lestrar hans
og umhugsunar, og hann reyndi brátt að láta ekki lenda
við hugsanirnar tómar, heldur koma líka einhverju af
þeim í verk.
Guðjón dáðist mjög að Krapotkin fursta, enda mun
hann hafa haft mest áhrif á hann af öllum rithöfundum.
Krapotkin lagði ekki einungis auð, metorð og völd í
sölurnar fyrir skoðanir sínar, heldur líka vísindi sín.
Hann var orðinn frægur jarðfræðingur og hafði gert
merkar uppgötvanir, vísindin voru líf hans og yndi og
honum var boðin skrifarastaðan í landfræðisfélaginu í
Pétursborg. En hann neitaði, og réð af að verja öllum
kröftum sínum í þarfir smælingjanna og hinna undirok-
uðu. Hann segir um þetta efni í endurminningum sínum:
»Vísindin eru mikil og dásamleg, en hvaða rétt hef
ég til þess að njóta gleði minnar yfir þeim, þegar von-
laus barátta er háð alt í kringum mig til þess að ná í
þurran brautbita? Þekking er vald, og það vita menn
vel. En vitum við ekki þegar þó nokkuð? Hugsum okk-
ur, að þekkingin — og ekkert nema hún — yrði sam-
eiginleg eign, sem næði til allra, mundi vísindunum þá
ekki fleygja fram, og framleiðsla, iðnaðarframfarir og
endurbætur á þjóðlífinu þróast hraðar en við nú getum
gert okkur í hugarlund? Öll hin hljómfögru orð um að
vinna að framförum mannkynsins eru tómt gjálfur með-