Réttur


Réttur - 01.02.1917, Page 61

Réttur - 01.02.1917, Page 61
Guðjón Baldvinsson 63 mörgu af þessu fólki verða samvistirnar við Guðjón minnisstæðar. Veturinn 1908 — 09 var Guðjón heima hjá foreldrum sínum á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, Sumarið áður hafði hann legið þunga legu, én undir eins og hann var orðinn hress fór hann að reyna að koma einhverju í verk og stofna unglingaskóla þar í dalnum. Sögu þessa skóla segir hann í tveim bréfköflum, sem ég set hér. »Maður verður daufur og svartsýnn innan um alla deyfðina og svartsýnið, ekki sízt þegar vanheilsa er þá annars vegar. Heilsan er nú samt orðin dágóð núna, svo að ég er að hugsa um að koma hér á einhverri mynd á unglingaskóla, þó að engin séu nú kensluá- höldin, engar bækurnar og — ef til vill engir ungling- arnir, sem vilja læra nokkuð, ef eitthvað þarf að hafa fyrir því, Og ég ætla að geta þess í upphafi, að ég heimta ekki kenslugjald af neinum, en tek hins vegar við fé af þeim, sem vilja láta það af hendi fúslega. Eða réttara sagt: ég hef hugsað mér að láta annan taka við væntanlegu kenslufé fyrir mína hönd, svo að jeg viti ekki, hverjir borga eða ekki borga. Pá legg ég síður peningaást eða peningafæð á nemendur. Markmiðið á að vera: 1) að vekja alvarlega hugsun hjá nemendum um mannréttindi og mannskyldur, um eigin ábyrgð og sjálfsmentun eða sjálfsuppeldi. því að mentun er uppeldi. — 2) að glæða hugsunaraflið með reikningi og skynsamlegum hugleiðingum um ýmisleg efni. Það eru ósköp að hugsa til þess, hvað menn eru latir að hugsa. Menn vilja helzt ganga eins og skyn- lausar skepnur. Pað er auðveldast. Að reyna að rök- hugsa eitthvert mál, það er árangurslaust strit fyrirflest- um. Pað er eins og að berja höfðinu við stein. Ég veit það bæði af öðrum og sjálfum mér. Ég get helzt hugs- að þegar ég skrifa eða tala við einhvern. Pví vil ég reyna að tala við aðra og reyna að fá þá til þess að hugsa með mér. — 3) að skerpa fegurðartilfinninguna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.