Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 61
Guðjón Baldvinsson 63
mörgu af þessu fólki verða samvistirnar við Guðjón
minnisstæðar.
Veturinn 1908 — 09 var Guðjón heima hjá foreldrum
sínum á Böggvisstöðum í Svarfaðardal, Sumarið áður
hafði hann legið þunga legu, én undir eins og hann
var orðinn hress fór hann að reyna að koma einhverju
í verk og stofna unglingaskóla þar í dalnum. Sögu þessa
skóla segir hann í tveim bréfköflum, sem ég set hér.
»Maður verður daufur og svartsýnn innan um alla
deyfðina og svartsýnið, ekki sízt þegar vanheilsa er þá
annars vegar. Heilsan er nú samt orðin dágóð núna,
svo að ég er að hugsa um að koma hér á einhverri
mynd á unglingaskóla, þó að engin séu nú kensluá-
höldin, engar bækurnar og — ef til vill engir ungling-
arnir, sem vilja læra nokkuð, ef eitthvað þarf að hafa
fyrir því, Og ég ætla að geta þess í upphafi, að ég
heimta ekki kenslugjald af neinum, en tek hins vegar
við fé af þeim, sem vilja láta það af hendi fúslega. Eða
réttara sagt: ég hef hugsað mér að láta annan taka við
væntanlegu kenslufé fyrir mína hönd, svo að jeg viti
ekki, hverjir borga eða ekki borga. Pá legg ég síður
peningaást eða peningafæð á nemendur.
Markmiðið á að vera: 1) að vekja alvarlega hugsun
hjá nemendum um mannréttindi og mannskyldur, um
eigin ábyrgð og sjálfsmentun eða sjálfsuppeldi. því að
mentun er uppeldi. — 2) að glæða hugsunaraflið með
reikningi og skynsamlegum hugleiðingum um ýmisleg
efni. Það eru ósköp að hugsa til þess, hvað menn eru
latir að hugsa. Menn vilja helzt ganga eins og skyn-
lausar skepnur. Pað er auðveldast. Að reyna að rök-
hugsa eitthvert mál, það er árangurslaust strit fyrirflest-
um. Pað er eins og að berja höfðinu við stein. Ég veit
það bæði af öðrum og sjálfum mér. Ég get helzt hugs-
að þegar ég skrifa eða tala við einhvern. Pví vil ég
reyna að tala við aðra og reyna að fá þá til þess að
hugsa með mér. — 3) að skerpa fegurðartilfinninguna.