Réttur


Réttur - 01.02.1917, Side 62

Réttur - 01.02.1917, Side 62
Ö4 Réttur Par er þörfin mikil. Menn eru hálfblindir fyrir því, sem fagurt er í íslenzkri náttúru, sögum, Ijóðum og lögum, í hreifingum og umgengni (leikfimi, hreinlæti)« (14. okt., 1908). »Skólinn minn! Æ, hlæðu að mér, góði minnj því að ég hef eiginlega ekkert um hann að segja nema þetta: hann fór út um þúfur, mest fyrir taugaveikina, sem ætl- ar alla að drepa hér í sveit. Árangur sýnilegur: nokkrar námsbækur inn á 13 heimili. Þú brosir í kampinn (ef liann er þá nokkur enn þá) og hugsar sem svo: sér er nú hver árangurinn! En ég hugsa með mér: ef þið góðir hálsar suður í kóngsins Kaupmannahöfn þektuð mentunarástandið meðal unglinganna hérna, þá munduð þið segja í hjartans einlægni sem svo: jæja, lítið er betra en ekki! Ég kann samt að geta gert eitthvað meira áð- ur en veturinn er úti« (18. des., 1908). Úr starfsemi Guðjóns í Svarfaðardalnum varð samt ekki meira þá, því að eftir nýjárið fór hann inn á Akureyri og var þar kennari við gagnfræðaskólann það sem eftir var vetrarins. Var þá margt af nýtu fólki nemendur á skólanum og var hann mikið með þeim og hafði mikil áhrif á þá (smbr. m. a. eftirmæli hans í »Norðurlandi« 19. sept., 1911, eftir l(ngibjörgu) B(enediktsdóttur)). Á Ak- ureyri var Guðjón líka ásamt nokkrum öðrum mönnum í eins konar samtalsfélagi, er mest fjallaði um siðferðis- leg efni. Sýnilegur árangur þess félagsskapar var skraut- prentað spjald, sem Oddur Björnsson gaf út og ætlað var til þess að hengja upp á vegg. Höfðu áður verið gefin út slík spjöld með kristilegum heilræðum, en nú vildu þeir félagar semja eitthvað, sem átt gæti erindi til allra. Fyrri parturinn er spurningar, er vekja eiga menu til rannsóknar á sjálfum sér, en síðari parturinn bendir á takmörkin, sem stefna ber að. Ókunnugt er mér um, hvernig textinn er til orðinn, en það er trúa mín, að Guðjón muni hafa átt mestan hlut í honum, og víst er um það, að þetta eru hans hugsanir. Set ég því setn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.