Réttur - 01.02.1917, Side 63
65
Guðjón Baldvinsson
ingarnar hér, enda eru þær vel þess virði að vera prent-
aðar aftur.
Vinur!
Ertu ánægður með sjálfan þig?
Hefur þú alvarlega leitast við að gera þér grein fyrir,
til hvers þú vilt lifa?
Ertu viss urn að þú vitir alt sem þú þykist vita, og
skiljir alt sem þú þykist skilja?
Trúir þú sjálfur öllu sem þú leitast við að innræta
öðrum?
Hvort metur þú meira: dóm samvizku þinnareðadóm
annara?
Oerir þú það sem rétt er og fagurt, af því að þú vilt
gera það, eða af því að þú verður að gera það?
Getur þú gert góðverk í kyrþey, án þess að ætlast.til
lofs eða launa, fyr eða síðar?
Hefur þú þrek til að berjast aleinn fyrir sannfæringu
þinni, ef á þarf að halda?.
í hverju ertu öðrum til fyrirmyndar á heimili þínu?
* *
*
Ég vil ná valdi yfir hugsunum mínum.
Ég vil hugsa um það sem gott er, því ég líkist því
sem ég hugsa stöðugt um.
Ég vil hugsa meira um Ijósið og lífið, en myrkrið og
dauðann.
Ég vil segja það sem segja þarf, hver sem í hlut á.
Ég vil hlúa að æskunni i sálunum.
Ég vil unna, vinna og vaxa.
Ég vil vera sjálfstæður — efnalega og andlega.
Ég vil vera öllum forfeðrum mínum og formæðrum
• vitrari og betri.
Ég vil vera svo vitur, að ég geti séð hvað rétt sé,
gott og fagurt, svo góður, að ég geti elskað það,
svo sterkur, að ég geti gert það.
5