Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 71
73
Uppi i óbygðurn
leysið til góðrar félagsvinnu. Hér er óbyggilegt öllum.
Mönnum og dýrum verður hér fátt til nytja, fátt til
bjargar. En heima er auðugt veiðivatn og eggver; kjarn-
mikil afréttarlönd, víðast góðir heimahagar og heyfengur
farsæll fyrir gangandi fé. Svo er það og miklu betra,
fegurra og gagnauðgara mætti það verða — og verður
það. En þá sef eg í svartri mold; svefninum draumlausa
og langa.
Trú mín á gæðum og kostum þessa lands glæðist
þarna í auðnum og óbygðum; á efri árum og við svefn-
lausa haustnótt. F*að er ekki gull í jörðu, sem eg hugsa
um, né dýrir steinar. Það er gras og gróður, aukin tún,
bættar engjar; blómgun sveita og dala; arðmeira og feg-
urra gangandi fé. Fjölbreyttari héruð, hærri hús; bjartari
híbýli - ekki eins þröngt um mennina og nú. Víðsýn-
ið meira, hugurinn frjálsari; samvinnan vöknuð. F*á hljóta
niðjar Þorkels í Gervidal að hlýða boðum félagsvinn-
unnar. Frændur Atla í Otrardal skríða undan kleggjanum
og orna sér við arineld samtakanna; semja sig að hátt-
um góðra manna. Otkell í Kirkjubæ hefir vit og skap-
lyndi til að lána eða selja hey og mat. Hænsa-Póris eðl-
ið verður þá brotið á bak aftur — hafið til betri kosta,
meiri manndóms. Andi Blund-Ketils sigrar um síðir, rís
fágaður úr eldbaðinu.
En vegurinn er torsóttur, brekkan brött; forysian ó-
traust, liðið hverflynt og stopult. »það skal fram, sem
fram horfir, meðan rétt horfir.« Svo verður hér — fram
er þó stefnan. Augu fleiri og fleiri opnast fyrir því, að
móðir vor, jörðin, er auðugri en- ætlað var — að svo
líður mér bezt, að öðrum skreppi ekki kviður að hrygg.
Sörli og Hamdir vita þá fyrri en í öngþveiti er komið,
að hönd styður hönd og fótur fót. Þeir þiggja fúslega
liðveizlu og brautargengi Erps bróður síns, og það enda
þótt hann héti Erpur lútandi.