Réttur - 01.02.1917, Síða 80
82
Réitur
Rvík, og Norðurlandi engir flutningar trygðir né áætlað-
ir í stað þeirra flutninga, sem þannig eru frá því teknir,
þvert ofan í áætlanir.
Ætli að þjóðin þoli lengi, þeyjandi, þessa meðferð?
Von er þó að landsmenn séu seinteknir til vandræða og
klagana í garð síns eigin eimskipafélags og stjórnar
þess. En víst er eimskipafélagsstjórninni ætlandi að sjá
svo mikið, að þetta getur vakið kala ýmsra hluthafa, og
nokkurs hluta landsmanna, til félagsins, þar sem verið
hefir eldhiti í brjósti. Getur jafnvel ieitt til tvískiftings og
skilnaðar. Regar eins stór aðili og Sambandskaupfélögin
eru á viðskiftasviði þjóðarinnar, neyðast til að leita ann-
ara úrræða með alla sína flutninga, en íslenzku skipin
fást ekki til að gera þeim greiða, svo teljandi sé.
Á þessum vetri eru flutningsvandræðin svo kröpp, að
, Sambandið hlýtur að leggja töluvert í kostnað og hættu,
til þess að fá nauðsynlegustu flutningum borgið, til
bjargar Norðurlandi.*
Ráðsmenska stjórnar »Eimskipafélags íslands« hefir nú
svo mjög egnt ýmsa Norðlendinga til andstöðu, að hún
má til að víkka sinn sjóndeildarhring, ef að giftusamlega
á að takast með gengi félagsins og þjóðarfylgi. En bót
er það í máli þessu, að Sambandskaupfélagið er æfðara
og styrkara í samvinnudygðum, og má örugt treysta því
til að sneiða hjá vandræðum og skilnaði, meðan fært er.
Hinsvegar benda öll teikn til þess, að samvinnumenn
verði nú að búast við öllu sem bezt, og að þeir verði
að sjá vöruflutningum sínum borgið að mestu af eigin
rammleik — með eigin fjármagni — hvort sem þeir
þurfa að leigja skip eða kaupa til þess. Ressa máls verða
allir samvinnumenn að gæta vendilega, óg vera þess al-
búnir að leggja töluvert á sig. Sú leið er sjálfsögð til
réttingar hlut þeirra, og allra Norðlendinga, ef að á þarf
* En nú mætti fyllilega vænta þess að iandsstjórnin bætti hér úr,
nieð þeim skipum, sem hún hefir ráð á.