Réttur - 01.02.1917, Side 84
86
Réttur
október, lá við borð að eg fengi hvergi húsaskjól. Það
þykja nú að vísu þurlegar viðtökur í sveitum, að lána
eigi ferðamönnum hús, en þar er það einungis talið
höfuðstaðarlegt og fólkinu fullboðlegt.«
»Hvað gerði aumingja fólkið við sig?«
»Margir ferðamenn láu bókstaflega úti. Ýmsir bjuggu
í tjöldum í útjöðrum bæjarins og enn aðrir tróðu sér
inn í skúra og vörugeymsluhús. Fjöldi búsettra manna
í bænum og stórar fjölskyldur bjuggu í tjöldum eða
þrengdu sér inn í klefa og úthýsi yfir nóttina.«
»F*að er beinlínis þjóðarskömm að borgin skuli standa
svo langt að baki smákauptúnum, þar skuli ekki einu-
sinni vera til eitt stórt og myndarlegt gistihús. En hvern-
Ig er búist við að bæta úr húsnæðisskortinum?«
»Fyrst um sinn verður víst lítið að því gert annað en
að þrengja fólkinu meir og meir saman. Einn fjölskyldu-
maður, sem bjó um tíma í tjaldi, á túni einu í útjaðri
bæjarins, þurfti að greiða eigandanum 20 krónur í leigu
fyrir tjaldstæðið. það er því enginn hægðarleikur fyrir
fólk, sem eigi hefir annað en dagkaup sitt úr að spila,
að reisa sér hús nú í dýrtíðinni og byggingarefnisskort-
inum, þegar við það bætist ennfremur hið mikla og sí-
hækkaða lóðaverð. Pessvegna furðar mig stórlega á því,
að vesalings fólkið skuli ekki heldur reyna að lafa upp í
sveitunum á vetrum, þar sem heimilin eru víða mannfá
og bæjarhúsin hálftóm.«
»Mér sýnist að þrátt fyrir dýrtíðina sé það sjálfsagð-
asta úrræðið frá sjónarmiði bæjarins og fólksins sjálfs,
að bæta tafarlaust úr húsnæðisskortinum með nýjum
byggingum, Hitt er naprast af öllu og óheppilegast, að
ala í bænum fjölmenna stétt manna, sem lifir á því að
leigja út húsin og okrar á leigunni. Betra er að taka lán
til bygginga og greiða bönkunum húsaleiguna, eða það,
sem henni svarar, í afborgun af láninu. Pá mun leig-
an fremur haldast í jafnvægi og eigi verða sprengd upp