Réttur - 01.02.1917, Síða 86
88 ' Réttur
sanna, að því sé betur komið nú, en fyrir tveimur árum
síðan.«
»Vafasamt mun það, því er miður. En, ef til vill, er
það verst af öllu að nú er gleðjan, sem ræflarnir verða
að sæta og nota sér, orðin svo blönduð og seyrin, að
þeir eyðileggja sig tiltölulega fljótt á henni. Eg sá ýms
dæmi þess, í bænum, með eigin augum.
Á heimleiðinni kom eg við á »Tanga«. Par heyrði eg
þá skrítlu, sem talin var sönn, að lögreglustjórinn þar í
þorpinu hefði, í fyrra, látið setja nokkur hylki full af
gleðju í »Steininn«. í haust, eftir árs fangelsi, var hún
víst búin að afplána hegningu sína, þá var greyinu
hleypt út; en þegar tii átti að taka, var aðeins blátært
sakleysið í ílátunum. Yfirvöldin og hlutaðeigendur urðu
ákaflega glaðir við þessa sýn; aldrei höfðu þeir vitað
það fyrri að hegningarhúsvistin hefði haft svo gagn-
bætandi áhrif á fangann, gert hann jafn saklausan og
siðfágaðan á einu ári, eins og nú.«
»Ef að saga þessi er sönn, ber hún vott um þann
gleðilegasfa árangur af lögunum, sem eg hefi heyrt get-
ið um.
Sagt er að þeim gangi hraparlega illa fyrir austan, að
koma gleðjunni í »Steininn«, enda taka þeir víst engum
»dverga«höndum á henni. Eg heyri sagt að þeir varpi
henni stundum útbyrðis lengst út í hafi, og láti sjóinn
skola henni til lands, ef að eigi er annars kostur. í einu
kauptúninu þar og nágrannasveitinni var hver einasti
strákur með fuila vasa af henni í haust, og sálarvasarnir
gátu sízt varðveitt sinn hluta.« —
»»Sinn er siður í landi hverju.« Hún er ekki gefin —
gleðjan. Pað er ein lakasta hliðin á málinu, að einstöku
menn selja hana svo dýrt að það er beinlínis »okur«.
En sumum lánast að gera gott úr öllu — þvo alt hreint
— og svo er um lögreglustjórana. Bæjarfógetinn í Straum-
firði gat komið því til leiðar, að lagt var jafnhátt útsvar
á báða gleðju-»okrarana« þar í þorpinu eins og aðal-