Réttur - 01.02.1917, Page 89
Neistar
91
fara breytingu á borgaralegu skipulagi, siðgæði og lög-
um, sem við höldum í gildi og fylgjum í vanþekkingu
okkar og einfeldni, gagnstætt vilja guðs. — Hverjir eiga
að framkvæma guðsvilja hér á jörðu, aðrir en þeir, sem
hana byggja — karlar og konur?
Skáldið Emmerson hefir sagt, að sérhver mikilsverð
siðbót hafi eitt sinn aðeins verið hugsýn í sál einstakl-
ingsins. Pað sem einu sinni var aðeins hugsun í sál
þessa manns, er orðið að valcii, afli, sem vekur hreyfingu
um allan heim.«
VII.
Frelsisskraf.
Undirrót hinna blóðugu bardaga er hjá konungunum
og valdhöfunum, fremur en þjóðunum. í ráðstofum
konunganna er spunninn sá mauravefur, er leggur hinn
dimmrauða, blóðstokkna dúk á hildarvöllinn.
Sá sem berst gegn frelsinu, stríðir gegn sjálfum guði,
og vei þeim er það gera.
Á vorum dögum er svo fjarska mikið rætt og ritað
um stjórnarfar. Sumir vara þjóðina við að gefasignokk-
uð að því; aftur aðrir skora á almenning til þess. Og
alþýðan veit ekki hverjum hún á að trúa betur.
Og þó er sjálfstjórnarhugsun eins nauðsynleg ognátt-
úrufræði, stærðfræði og þekking laganna; ‘engum sjálf-
stæðum manni getur verið sama um, hvernig farið er
með eignir hans.
Að því skapi, sem þjóðmenningin vex, að því skapi
vex einnig friðarkenningin. — Er trúfræðin í samræmi
við hjarta og samvizku, meðan klerkar og lög kirkjunn-
ar neyða mann til að breyta á móti eigin sannfæringu?
Sá maður, sem ekki hefir atkvæðisrétt, er ánauðugur