Réttur - 01.02.1917, Side 91
Auðsjafnaðarkenningar.
ii.
Líf hvers einstaklings hefir sérstakt gildi. Pjóðfélags-
lífið hefir einnig ákveðið markmið oggildi. Hvorutveggja
er fólgið í: baráttu og vintiu. Stöðvist hún og hætti,
þverr lífið.
Fyrsta og helzta krafa mannkynsins og áform ein-
staklingsiVis er það, að geta fullnægt þörfunum. Og til-
gangur þeirra rneð starfi sínu — vinnunni — er sá, að
afla sér möguleikanna til þess.
— — Auðvitað hafa ríkismenn- og fátæklingar verið til,
frá því að einstaklingseignarrétturinn var afmarkaður og
lögtrygður. Einstaklingnum var, og er enn, heimilt að
eiga svo mikla fjármuni, sem hann gat. Voldugri og
sterkari einstaklingar náðu brátt meiru í sinn hlut, og
gátu skamtað þeim minni máttar úr hnefa. Sá máttar-
meiri eignaðist jörð, hús og framleiðslutæki, hinn, sem
miður mátti, hlaut annaðhvort að fá þessi gæði leigð hjá
eigandanum, eða vinna hjá honurn. Eigandinn réði leig-
unni og naut hennar, galt verkamanninum kaupið, eftir
eigin geðþótta, þangað til nú á síðustu tímum. Félags-
skipulagið, sem helgaði og varði eignarrétt hans, skeytti
ekkert um, hvort verkamanninum var fenginn arðurinn
af vinnu sinni, eða goldið svo fyrir hana, að fullnægði
lífsnauðsynjum hans. — En hagur eigandans — leigan
af auðnum og gróðinn af striti verkamannsins — taldist
»renta« eða framleiðsluarður, sem skipulagið trygði hon-