Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 95
Auðsjafnaðarkenningar 97
tilhögun og beinist alls eigi að því að bylta um hags-
mála- og eignarréttarskipulagi nútímans, samkvæmt tillög-
um og skýringum lýðfrelsis-eða lögjafnaðarmanna (social-
demokrata).
Markmið og áform jafnaðarmanna er að þjóðfélagið
verði annað og meira en hernaðar-, stjórnarfars-, eftir-
lits og lögréttarfarsríki, að það sé líka menningarstofn-
un, sem snertir og styrkir alt mannlífið í ýmsum mynd-
um, t. d. hagsmála-, félags- og siðgæðishliðar þjóðlífsins.
Þeir, sem flytja þessa stefnu og fylla þennan flokk, eru
engu síður menn úr gerbreytinga- og framsóknarflokk-
um þjóðanna heldur en jarðskattsmenn og verkamanna-
leiðtogar. Og nú er svo komið, að ýms ríki eru farin að
láta að kröfum jafnaðarmanna, komin nokkuð inn á
þeirra braut, jafnvel fyrir óbein áhrif lögjafnaðarmanna
og stjórnleysingja. — Láti ríkið reka járnbrautir, póst-
göngur o. s. frv., setja vinnureglur í verksmiðjunum,
veita ellistyrk og tryggingar gegn slysum og s'júkdóm-
um o. fl. — þá er það alt samkvæmt kröfum og kenn-
ingum jafnaðarmanna. Lögvernd ríkisins fyrir vissum
stefnum í ákveðnum tjlgangi,. ef verjast þarf auðvalds-
árásum, tilheyrir jafnaðarmönnum.
Aðalstefna og trúarjátning jafnaðarmanna er þannig:
Rikið eða þjóðfélagið á að veita einstaklingum rétt til
vinnuarðs sins, skilyrði náttúrugæða til að geta lifað og
starfað, rétt og möguleika til vinnu. — Peir sterku hefja
réttindi verkalýðsins. Pegar einstaklingurinn hrekkur ekki
til að bjarga sjáljum sér, á sameinaður krajtur allra að
hjálpa, þó svo, að sjáljsstarj hvers og eins og forsvar
þverri ekki. Hugtakið „riki“ er göfgað, það á að fram-
kvœma i verki dygðir mannkynsins, gera þjóðinni nothœfa
alla þá menningu, sem einstaklingarnir geta veitt viðtöku
á hverju tímabili. Pað á að safna aukakröftum einstakl-
inganna — arðinum, sem þeir mega án vera — til þess
að styðja með þvi þau fyrirtæki, sem einangruðum ein-
staklingum er um megn að stofna.
7