Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 96
98
Réttur
En þrátt fyrir það á ríkið ekki að hafa framfærslu-
skyldu gagnvart einstaklingunum, heidur aðeins skerpa
þau skilyrði, sem veita starfsömum einstaklingi aðstöðu
og möguleika til að öðlast sjálfstæða og trygga stöðu.
(Jafnaðarmönnum er Ijóst að sannar framfarir — þró-
unin — er árangur margra alda starfs og baráttu; og
það, sem gildir á hverju tímabili, spyrnir gegn nýjung-
unum og breytingum, af því rætur þess eru grónar í
venjum og stundum sannfæring fólksins.)
Petta er svar jafnaðarmanna í orðum (teoretiskt). Eng-
um getur dulist, að það er bygt á alt öðrum grundvelli
— annarí lifsskoðun, en svar sérhyggjumanna.
Pað er bygt á samúðinni, trú á lifið og Ijósið, trú á
hið rétta og góða i manneðlinu og náttúrlegum lögmál-
um mannlífsins og samböndum þess — trú á raun-
verulegum umbótum.
En hitt, hvernig svar jafnaðarmanna er í framkvæmd-
inni (faktiskt), í skipulaginu sjálfu, það verður miklu
lengri saga að skýra frá því. Þá skiftast þeir nokkuð i
sveitir, eins og flestar aðrar fylkingar. En þetta er grund-
vallarstefna þeirra allra.--'— Þessar sveitir, eða flokkar,
eru nú starfandi meðal flestra menningarþjóða, þar á
meðal einnig í okkar þjóðfélagi. Liggur því fyrir okkur,
sem öðrum þjóðum, að svara — fylgja stefnuskránni í
framkvæmdinni. Ákjósanlegast væri, að við gerðum það
af okkar eigin rammleik og hyggjuviti, og mikill fengur
að fá skýrar bendingar í þá átt. — En þó ætla eg nú
til leiðbeiningar í þessum köflum að skýra dálítið frá
flokkunum og kerfum þeirra og framkvæmdum. Mun eg
svo tilnefna nokkra þeirra, en nánari frásögn af þeim
bíður næstu hefta tímaritsins.
* *
*
Allar jafnaðarkenningar hafa í upphafi myndast vegna
fátæklinganna — smælingjanna, til þess að afla þeim
réttar síns og þroska. Og þeim mönnum fjölgar stöð-