Réttur - 01.02.1917, Qupperneq 100
102
Réttur
mannfélagsmeinanna. Vera má að einstöku æstir »agi-
tatorar« sumra niðurrifsflokka, svo sem stjórnleysingja,
haldi þessu fram, naumast aðrir.
Helztu spekimönnum og rithöfundum jafnaðarmanna
var Ijóst að skipulagsnýbreytingar, sem snerta alla, mæta
ýmsum hindrunum í venjum og tilfinningum einstakling-
anna, sem margar aldir þarf til að sigrast á.
Hagsmálaskipulag þjóðanna verður eigi myndað af fá-
um einstaklingum, né þröngvað fram eingöngu með á-
rásum og lögum. Pjóðfélagið er lífræn heild, sem fyrst
þarf að taka á móti nýjungunum, eins og næringarforða,
og melta þær. — »Framtíðarskipulag þjóðanna og fé-
lagslífsins hlýtur jafnan að verða náttúrlegur afspringur
þess, sem á undan gilti. Hið gagnstæða, stökkframfarir,
hafa sömu afleiðingar og ef barn væri lagt í sæng full-
þroska manns og teygt þangað til það fyllir rúm hans.
Þeir, sem skilja þetta eigi, vita yfirleitt ekkert um hvert
gildi jafnaðar- og félagshreyfingar hafa, og berjast svo á
móti þeim, án þess að meta meira né gera nokkurn
greinarmun á þeim og trúaröldum eða pólitískum hreyf-
ingum.« F*etta segir August Bebel, þýzkur jafnaðarmaður.
Robertus telur að minsta kosti 5 aldir þurfi til þess
að koma í framkvæmd félagsskipun lögjafnaðarmanna.
Og Ferdinand Lasalle nefnir 2 — 3 aldir, en nokkrir til-
taka meira; fer það mikið eftir því hversu bráðlátir og
ákaflyndir mennirnir eru. Stefnuskrá jafnaðarmanna t. d.
í Danmörku gefur ekkert til kynna um það — hvorki
með einstökum liðum né í heildaryfirlýsing — að öll
þjóðarmeinin skuli grædd á stuttum tíma, með einni
byltingu, og því síður að þeir telji sig hafa »lyf« við
öllu, sem aflaga fer — eins og hr. Þorsteinn Þorsteins-
son gefur í skyn um jafnaðarstefnuna —. Lesendum
þessa tímarits gefst ef til vill kóstur á að kynna sér
stefnuskrána, til sönnunar þessu. — Mestar líkur eru til
að eigi líði margir mannsaldrar, þangað til hún er kom-
in til framkvæmda og lögfestu í flestum atriðum, að