Réttur - 01.02.1917, Side 102
104
Réttur
á landi, en að auð sé jafnað milli manna, auðvitað er
það gert í smáum skömtum, og venjulegast á mjög ó-
heppilegan hátt.
Þegar einstaklinginn þrýtur fé og björg, eins og altítt
er, verður stundum einhver góður náungi til þess að
gefa honum af sínum skerf — eða þá hjálparfélög og
líknarstofnanir. Pað er oftast af göfugum hvötum gert,
og þessvegna mjög virðingarvert; en þau ráð og meðul
ná ekki til allra þrotabúk, og hafa tíðum mjög þving-
andi og ófrjáísmannleg áhrif á þiggjendur. — Annað og
almennasta jafnaðarlyfið, sem mörgum þjóðfélagsborgur-
um er haldið við á, er, samkvæmt fátækralöggjöfinni,
ómagaölmusa og ellistyrkur. — Fátækrastyrkurinn er
tekinn af þeim, sem auðinn hafa, og skift á milli smæl-
ingjanna. Allir skynsamir menn vita það og reynslan
hefir sannað, að sú aðferð sljófgar sjálfsbjargarhvatir fá-
tæklinganna, gerir þá kærulausa og ósjálfstæða — og
spyrnir þeim oft út úr hinu lífræna mannfélagi. — En
fátækrabölið og útgjöldin til ómaga aukast stórum, eink-
um í bæjunum. Hversvegna? Svari þeir, sem álíta að
nýjar breytingar, bendingar og aðferðir í hagsmálefnum
— samskonar og lýst er í þessu riti — eigi ekkert er-
indi hér á landi.
— — Þjóðfélagið er annar ómaginn á auði einstakl-
inganna. Pað þarf stöðugt að heyja baráttu og vinna
öllum gagn á þjóðarheimilinu. Þessvegna hefir það einn-
ig sínar þarfir, og til þess að það lendi ekki í þroti, né
beri upp á sker, þarf að taka af auði allra skerf til þjóð-
arbúsins — með sköttunum. Og því er nokkuð lýst hér
að framan í ritinu, og í fyrsta hefti f. á., hversu heppi-
legar eða réttlátar aðferðir eru notaðar til þess. — Eg
tel það siðferðislega viðurkent, að í skattgjöldunum verði
að gæta jafnaðar, unna einstaklingunum jafnréttis — miða
skattskerf þeirra við orku, gjaldþol og náttúrlega aðstöðu
hvers. Eða mælir nokkur á móti því?
Þes^a er alls ekki gætt í núgildandi skattakerfi þjóðar-