Réttur - 01.02.1917, Page 103
A uðsjafnaðarkenningar
105
innar; hiutfallslega of mikið tekið af fátæklingunum —
vinnunni, en mætti aftur á móti taka meira af þeim, sem
njóta náttúrugæðanna — jarðarinnar og sjávarútvegsins.
Þetta er ein aðalorsökin til fátækrabölsins. Aðrar or-
sakir til þess stafa af þessu:
b. lítt takmörkuðum einkarétti einstakra manna til jarð-
arafnota og leigu hennar.
c. okurverði á húsa- og lóðaleigu.
d. einokun einstakra manna og stéttar á verzluninni.
e. stopulli vinnu fyrir verkalýðinn og misjöfnum vinnu-
launum.
Oildandi lög og skipulag þjóðfélagsins gera mjög lítið
til þess að uppræta þessar orsakir, lækna þessi mein.
Stefnur þær, sem skýrðar eru og framfylgt í þessu tíma-
riti, miða einmitt til þess. Og þó telja ýmsir þær erind-
islausar og vilja ekki styðja þær. Þeirý sem ekki hafa
skilning, né vilja, til að bæta úr þessum göllum og mis-
rétti í þjóðfélaginu — nenna ekki að hugsa um málin,
heldur láta við svo búið sitja — þeir eru vesælustu
fátæklingarnir á þessu landi, og; ef til vill, þeir sem
helzt ætti að kenna í brjósti um, ef þeir væri ekki sjálfir
of kaldir.
— — Sú skipulagsgrein hinnar nýju jafnaðar- eða sam-
vinnustefnu, sem náð hefir mestri útbreiðslu og festu
hér á landi, eru kaupfélögin og sláturfélögin. Pau tryggja
alþýðunni verzlunararðinn, jafna honum meðal allra fé-
lagsmanna eftir þátttöku þeirra, og auðga jafnframt þjóð-
félagið, því að verzlunararðurinn rann áður að miklu
leyti út úr landinu. Pessi stefna virðist nokkuð geta
læknað það mein. Hún hefir reynst vel og rétt úr mörg-
um fátæklingskryppum. Prátt fyrir það virðist mikill hluti
landsmanna seinn til að vakna og viðurkenna hana. Og
fjölda margir spyrna á móti undir merki einstaklings-
hyggjunnar.
— — Önnur grein jafnaðarmenskunnar, verkamanna-
samtökin, hefir dálítið komið til framkvæmda, síðustu ár-