Réttur - 01.02.1919, Síða 10
12
Réttur.
þekkingu á þjóðfélagsmálum og venja þá á að helga sig fé-
lagsstörfum, sem gera þá mentaðri og nýtari menn. Eftir
því sem jafnaðarhreyfingin verður sterkara afl í þjóðfélaginu,
því víðtækari verður hún. Og þó hreyfingin lúti í byrjun
eingöngu að ytri kjörum manna, þá hefir hún þó orðið til
þess, að lærdómsmenn liafa farið að hugsa um þau lögmál,
sem ráða breytingum og framförum í þjóðfélagslífinu. tJað
er að miklu leyti jafnaðarhreyfingunni að þakka, að hagfræði
og þjóðfélagsfræði eru orðnar svo mikilvægar vísindagreinar,
sem þær eru.
En nú munu menn spyrja: »Hvað kemur okkur íslend-
ingum við, þó aðrar þjóðir berjist suður í löndum.« Ef
þessu er nú svona varið, ef jafnaðarhreyfingin er sprottin af
örbyrgð og volæði verkalýðsins í stóriðnaðarborgunum, og
ef hún á að verða til þess að tryggja menn gegn yfirgangi
auðvalds, hvað á hún þá að gera hér á landi? Og þó hún
verði svo víðtæk, að hún vinni að því, að draga úr þeim
mismun, sem liðnar aldir hafa skapað á milli stéttanna, hvaða
erindi á hún samt hingað?
Eg hefi margsinnis lieyrt því haldið fram, að hér sé eng-
inn auður, sem óttast þurfi að verði þjóðfélaginu ofjarl, eða
geti að nokkuru ráði þröngvað kosti lítilmagnans. Og það
er ekki langt síðan eg sá því haldið fram í blaðagrein, að
hér væri enginn munur á alþýðu og öðrum stéttum, þar
sem svo mikill hluti hinna svonefndu heldri manna séu af
alþýðu bergi brotnir. En eg held að það sé ekki nægileg
sönnun þess, að stéttamunurinn sé ekki til í meðvitund
manna. Fyrst og fremst mun óhætt að segja það, að þeir,
sem þannig hafa rutt sér braut, munu finna til þess, að þeir
séu að einhverju leyti hafnir upp yfir fjöldann. Eða hafið
þið ekki tekið eftir því t. d., að margir af þeim, sem á skóla
ganga, þykjast verða hart úti, ef þeir geta ekki notað nám
sitt til þess að koma ár sinni betur fyrir borð en óbrotnir
alþýðumenn. Svo er annað atriði, sem við þekkjum líklega
flest meira eða minna til. Pað er barátta margra foreldra
fyrir því, að láta ekki börnin síga niður á við í mannvirð-