Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 13

Réttur - 01.02.1919, Page 13
Veðrabrigði. 15 svo rígbundin í einhverjum þeirra, að við þekkjum hann einn og lítið annað. Finst okkur ekki að eitthvað vanti í alla þessa flokka, einhverja meðvitund um hina, eitthvert hugboð um að þeir séu til og einhvern snefil af því, hvað þeir eru? Par eiga jafnaðarmennirnir ærið verkefni fyrir höndum, að leiða eitthvað nýtt inn í alla þessa hópa; svolitla útsjón yfir lífið, svolítinn skilning á högum og hugsunarháttum annara manna. t*að er grundvöllurinn undir öltum mannjöfnuði. — Vafalaust eru í öllum flokkum einhverjir menn, sem farnir eru að hugsa um lífið í heild sinni. Peir eiga að jafnaði litla samleið með fjöldanum. Peir þrá einhvern víðari sjón- deildarhring en nokkur einn flokkur getur veitt þeim. F*eir draga sig venjulega í hlé í samsætunum, og á mannamótum hafa þeir sig ef til vill ekki mikið í frammi. En ef þeir rekast á einhvern, sem hefir eignast »sjón út yfir hringinn þröngva«, þá taka þeir höndum saman við liann, úr hvaða flokki sem hann er. Fari menn á annað borð að opna aug- un fyrir því, hvað allir flokkar eru þröngir og takmarkaðir, þá falla af sjálfu sér allir múrar, sem mennirnir eru altaf að hlaða á milli sín. Tortryggnin milli flokkanna og vanþekking þeirra hvers á öðrum fjarlægir þá altaf meira og nieira, en ef menn skilja hvað fyrir öllum vakir, skilja hversvegna þeir eru eins og þeir eru, þá er hægt að fyrirgefa það, sem er ófullkomið, eða öðruvísi en það ætti að vera. Fað er satt, sem sagt hefir verið: »Að skilja alt, er að fyrirgefa alt.« Og þess þarf sannarlega með í jafnaðarstarfseminni, að fyrir- gefa, Pað gengur aldrei vel, að bræða alla flokka saman í eina heild, meðan þeim finst, hverjum um sig, að aðrir séu að reyna að knýja fram ósanngjarnar kröfur, sem ekki eigi við nein rök að styðjast. — Jafnaðarstarfsemin, er því ekki starf fyrir neina ákveðna stétt. Allar stéttir þurfa að njóta hennar og eiga að njóta hennar. Allar stéttir verða fyrir misréíti í einhverri grein, og jafnaðarhreyfingin er ekki sönn og fullkomin, ef hún leyfir að á nokkura slétt sé hallað ann- ari fremur. Pessa jafnaðarstarfsemi er hægt að vinna viðar en á flokksfundum eða í nefndum jafnaðarmannafélaganna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.