Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 14

Réttur - 01.02.1919, Page 14
Réiínr. \6 Hvenær sem hægt er að fá einn mann, úr hvaða stétt sem hann er, til að opna augun fyrir þröngsýni og þekk'ngar- skorti einstakra flokka, þá er stigið spor í jafnaðaráttina. Hve- nær sem hægt er fá einn mann til að hugsa, — hugsa um það í alvöru, að mennirnir eru þó allir menn, þá er þar fenginn nýr liðsmaður í jafnréttisbaráttunni. Nú get eg búist við, að þið viljið spyrja, sum af ykkur, að minsta kosti: Hvað á þetta skylt við jafnaðarmenskuna, socialismann, sem er orðinn svo sterkur í sumum þjóðfélögum? Hvað á það skylt við verkamannafélögin, með verkföllin og ofbeldið í garð þeirra, sem eitthvað eiga til, og verja eigum sínum til þess að veita hinum atvinnu? Hvað kemur það við almennum mannjöfnuði í þessum skilningi, — það, að ætla sér að gjörbyíta öllu þjóðfélagslífi manna og hafa hausa- víxl á eldgömlum stofnunum, sem staðið hafa óhreyfðar um aldir alda? Pað voru einmilt þessar spurningar, sem mig Iangaði til að reyna að svara með þessu erindi. Svarið verð- ur að vera stutt, því nú fer að líða á tímann, sem eg má tala við ykkur. Eg geri mér heldur ekki von um geta ann- að en reynt að fá ykkur til að hugsa málið og leita að svarinu sjálf. Og eg væri líka fyllilega ánægður með það. Eg hefði líklega helst þurft að lýsa jafnaðarhreyfingunni eitthvað nánar, en eg verð að láta mér nægja að nefna að- eins þau atriðin, sem andstæðingar hennar finna henni til for- áttu. Aðalmótbárurnar eru tvennskonar: Að hreyfingin sé altof æst og óvönd að meðulum, taki ekki neitt tillit til þess, hvað gengur í súginn í baráttunni og meti engin skynsamleg rök. í öðru lagi séu kröfurnar þannig vaxnar, að ómögu- legt sé að framfylgja þeim, að margt eigi að rífa niður, sem vel geti staðið og megi standa, og að sumt sé jafnvel blátt áfram stórskaðlegt að missa, sem jafnaðarmenn ætli sér að svifta þjóðfélögin. Eg efast ekki um, að þau af ykkur, sem eitthvað hugsa um þessi mál, liafi heyrt fleiri eða færri sögur um það, að verkamenn í stórborgunum erlendis, — regluleg jafnaðar- mannafélög — svífist ekki að Ieggja niður vinnu og ganga

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.