Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 18

Réttur - 01.02.1919, Page 18
20 Réttur. an hefir sýnt, að liún ber nafn með rentu. Með því að nota afl samtakanna tekst henni að gera sína menn fjölhæfari, dug- legri og meiri menn. Henni hefir tekist það svo vel, að hún var jafnvel búin að tengja bönd milli ríkjanna, til að af- stýra blóðugum styrjöldum. Pessi bönd voru að vísu ekki orðin nógu sterk til að koma í veg fyrir blóðbaðið mikla, þegar það skall yfir. En viðleitnin ber þó engu að síður vott um menningarþroska þess flokks, sem hefir borið hana uppi. — Jafnaðarmennirnir gera að vísu kröfur til annara, — kröfur um hærri laun handa verkamönnunum og um trygg- ingu gegn auðvaldinu, með því að láta ríkið taka öll gróða- tæki í sínar hendur. En þeir gera líka kröfur til sín sjálfra, að sama skapi sem þeir fá hinum kröfunum fullnægt, kröfur um það, að vera eitthvað og gera eitthvað fyrir mannfélagið, — eitthvað, sem hinar stéttirnar láta undir höfuð leggjast að gera. Og þeir gera eitt enn. Þeir vinna fyrir áhugamál sín með lífi og sál, og leggja mikið á sig, til þess að þeim verði sem best ágengt. Þetta eru blessunarríku störfin, sem við eigum að sjá um að aukist. Hér á íslandi ber oflílið á þeim hjá jafnaðar- mannaflokknum ennþá. Það sem honum liggur mest á er það, að fá víðtækari og dýpri viðfangsefni en hann hefir ennþá, viðfangsefni, sem geti hrifið fjöldann og eflt menn að mentun og manngildi. — Hér var, sem betur fór, engin neyð, sem jafnast gæti á við eymdina í verksmiðjuborgunum erlendis, til þess að hrinda verkamannahreyfingunni af stað og gefa henni hita og afl. Að vísu getur engum dulist, að í svipað horf gæti sótt hér með tímanum, ef ekki væri rönd við reist í tæka tíð. Eftir því sem atvinnuvegir landsins heimta meira fjármagn til reksturs, því háðari verða efna- leysingjarnir hinum, sem peningaráðin hafa. En þessi hætta einsömul er ekki nægileg til að halda uppi verkamannasam- tökum, sem nokkurs eru verð. Einkum þegar þess er gætt, að íslenskir vinnuveilendur eru ekkert sérlega ófúsir á að sinna sanngjörnum launakröfum, ef liðlega er að þeim farið. En hér eru næg verkefni fyrir jafnaðarmenn önnur en at-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.