Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 25

Réttur - 01.02.1919, Page 25
Ræktun og sjálfstæði. Varla hefir varið talað meira um annað í seinni tíð, en blessað »sjálfstæðið«. Og þá hefir jafnan verið átt við hið lagalega sjálfstæði landsins út á við, gagnvart öðrum þjóð- um. Við það »sjálfstæði« var stjórnmálaflokkurinn kendur, og öfundaður af nafninu. Um það hafa allir stjórnmálaflokk- ar barist, og þótst vilja gera landið sem allra sjálfstæðast og óháðast stjórnarfarslega. Nú er »blessað sjálfstæðið« fengið — á pappírnum — það er nú gott og blessað. En þar með er ekki alt fengið. »Sjálfstæðinu« er svo farið, sem guðsríki. Það þarf að vera »hið innra í yður«. Og jafnörðugt verður að gera þýlynda þjóð, eða örbyrga, sjálfstæða með lögum, sem að valdbjóða kristilegt hugarfar. »Auður er afl« og »ment er máttur*. Vafalaust eru þetta sterkustu öflin, sem nú ráða í heiminum. Sú þjóð, sem þarf að sækja auðsafl sitt, og andlegan forða til annara, verð- ur ósjálfstæð út á við, hvað sem öllum Iögum líður. Sam- bandslögin nýju geta orðið »kölkuð gröf« sjálfstæðis okkar, ef eigi er hugsað hér um andlega menningu, verklegar fram- farir, og bættan efnahag almennings. Lögbundin undirokun þjóða er nú að verða fátíðari en áður var. Auðvaldið og vísindaleg þekking eru þess sterk- ari. Með auðvaldi sínu og hærri menningu leggja nú stór- þjóðir Norðurálfu undir sig heiminn. Eigi unnu Bretar Egyptaland með vopnum, heldur sterlings-pundum og verk- fræðingum. Verslunarfélag, friðsaint í fyrstu, lagði grundvöll- inn undir veldi þeirra á índlandi. Rússar og Bretar skiftu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.