Réttur


Réttur - 01.02.1919, Síða 35

Réttur - 01.02.1919, Síða 35
Rœktun og sjálfstœði. 37 blettinn, hefir fundið sér konuefui. Með henni byggir hann framtíðardrauma. Allir eru þeir bundnir við blettinn hans, blettinn, sem hann hefir ræktað, þar sem hann hefir verið konungur, þar sem hann hefir starfað í einveru, og verið einn með þrá sína og draumsjónir, þar sem hann hefir fyrir löngu reist ástmey sinni bæ — í huganum. — — Að lok- um, fyrir samvinnu foreldra og barna, rís þar upp nýr bær og ný jörð. — Nýr og efnilegur bóndi er kominn í sveit- ina, sem eigi hef:r þurft að ýta neinum smælingjanum frá sér. Og það er maður, sem hefir þann kjark og harðfylgi, þá manndáð, sem einkennir landnemana, og landnámið sjálft skapar, eins og sagan hefir sannað — bæði saga íslendinga og annara þjóða — austan hafs og vestan. Pessi skifting jarða í tvö sjálfstæð býli, með aðgreindu túni, engi og beitilandi, og nokkurri fjarlægð milli bæja, á efalaust best við íslendingseðlið og getur víða, í strjálbýli og víðlendi, orðið heppilegust til fullkominna Iandsnytja. En margar eru þær jarðir, sem heppilegast mundi að skifta þannig, að báðir bæirnir stæðu í hinu forna heimatúni. Bæjarstæðin eru sum svo vel valin til landsnytja, og fyrir fegurðar sakir, að sjálfsagt virðist að hafa þar frekar tvo bæi, heldur en að reisa annan á óhentugri stað. Og það hefir marga kosti. Sam-notkun landsins verður auðveld í byrjun. F*á verður léttara að gera börnum, sem við búi taka, jafnt undir höfði. Báðir búendur geta skift í rnilli sín gamla túninu og engjutn, nýræktar-þörfin legst á tvö bú, og samnotkun fullkominna jarðyrkjuverkfæra verður auðveldari. A þennan hátt hefir jörðum oft verið skift í »tvíbýli«. En það, sem þar vantar, er venjulega, að báðir búendur hafi sérstæð húsakynni, og að greinileg tnerki séu á engjum og túni. Ur tvíbýlinu verður oft ófriðareldur — einkum þegar tveir búendur búa í húsakynnum, sem aðeins voru ætluð einni fjölskyldu. Pessvegna fara bændurnir og húsfreyjurnar að stjaka hver öðrum á brott. Ef að hvort búið hefði sinn bæ (nieð millibili, þó að í samtúni sé) og sundurskift engi

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.