Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 37

Réttur - 01.02.1919, Page 37
Ræktun og siálfstœði. 39 einnig eí land væri unnið undan Markarfljóti, eða öðrum land- flögðum þar syðra. Stór svæði, hentug til áveitu, eru einnig til í Þingeyjarsýslu og víða Norðanlands, þar sem slík þorp væru hugsanleg. — Þorpin gætu jafnvel vaxið upp á skömmum tíma, um leið og áveitan væri fullgerð. Ættu þau að fá styrk af opinberu fé, með lánum og, ef til vill, byggingar- styrk. Ættu þau að byggjast samkvæmt fyrirmyndum frá þeim, sem vit hafa á, hvað hagfeldast er og smekklegast. Verður það uium að sjá rísa upp steinhúsaþorp, bygð í fögr- um stíl, með blómgörðum við húsin, stórum túnum og engjaflæmum alt í kring, þar sein áður var auðnin ein. Mundu þorpsbúar geta í saineiningu notað hin vönduðu og stórvirk- ustu verkfæri, miklu fremur en bændurnir í strjál-býlinu. Eg hefi nú bent á þær leiðir, sem færastar virðast til þess að fjölga býlum í sveitum, og gera fólkinu, sem upp vex, kost á sjálfstæðri atvinnu við jarðrækt. En eg hefi eigi minst á fjárhagshliðina alment. Skortur fjármagns befir löngum verið þyngsta þraut land- búnaðarins. Pað gefur að skilja, að fyrirtæki, sem eru all- kostnaðarsöm, erfið og arðlaus í byrjun, þó þau veiti ágæt- an arð þegar stundir líða, muni eigi verða rekin í stórum slíl án lánsfjár. Enda hefir það sýnt sig um jarðræktina íslensku. — »Jarðabæturnar« eru svo sáralitlar, varla nema hjáverk og kák, eins mikið til gamans sem gagns, nema hjá einstökum efnamönnum og atorkumönnum. Þrátt fyrir þær gengur alt of hægt með að auka afurðir landsins, og stafar þetta að miklu leyti af vöntun veltufjár. Við höfum tvo banka, sem áttu að bjarga. En sú hefir orðið raunin, að landbúnaðurinn hefir haft þeirra lítil not. Veldur þar fyrirkomulag þeirra miklu. Pað er aðeins veð- deild Landsbankans, sein miðuð er við að lána fé út á jarðir, og lánskjörin þó afarslæm. En nokkru mun þó valdið hafa ill stjórn og hlutdræg. Er það auðséð, að frekar hafa kaupmenn, sjávarútvegsmenn og húseignabraskarar komist upp á háborðið bjá bönkunum heldur en bændur. Oft hefir »ekkert fé verið

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.