Réttur - 01.02.1919, Blaðsíða 43
Rœktun og sjálfstœði. 45
Þessi fjölhæfni, þetta viðsýni hinnar margbreytilegu starf-
semi, er í háska statt í bæjum, og þess meir, sem bseirnir
stækka og meiri verður verkaskiftingin, en starísvið einstakl-
inganna þrengist. Hér getur ræktunin, störfin við ræktunina
utanbæjar, hjálpað. Sjómaðurinn, verslunarmaðurinn og iðn-
aðarmaðurinn, mundu hafa gott af því, að hvarfla að fleiri
en einni starfsemi. Uppskera úr görðum og af túnum mundi
verða bæjunum góður búbætir. Víða mundu bæirnir geta
ræktað svo land sitt með tímanum, að þeir gætu mjólkurfætt
sig að mestu.
— Ymsa anmarka munu menn sjá á þessu fyrirkomulagi.
Er það fyrst að telja, að víðátta bæjanna verði of mikil. En
eg hygg, að lnín verði eigi meiri en nú gerist með skipulags-
leysinu. Þótt húsin yrðu lág, ynnist aftur bilið á milli hús-
anna; og þó að göturnar yrðu breiðari mundi það vinnast
upp á betra skipulagi. Nú eru víða tún, fisk-þerrivellir og
önnur stór óbygð svæði innan bæja og sjóþorpa, sem ættu að
byggjast, en slíkar nytjar ætli að flytja út fyrir bæina.
Eg held það væri mjög misráðið, ef hér væri stofnað til
stórborga. Eftir því sem borgin er stærri, verður það að
ýmsu leyti örðugra, að sjá fyrir öllti heilnæmi. Það sannar
erlenda reynslan, og liggja að því mörg drög, sem rúmið
leyfir eigi að rakin séu. I þessu sambandi má geta þess, að
höfn í F*orlákshöfn mun einmitt styðja að sannri velgengni
Reykjavíkur, með því að draga til sín nokkuð af vaxandi sjáv-
arútvegi og verkalýðsfjölda þeim, sem honum fylgir, kaup-
mönnurn og gróðabrallsmönnum. Myndu æfikjör almennings
verða betri í tveimur þorpum, en orðið gæti, ef allur straum-
urinn af nýju sjóliði sunnanlands stefnir til Reykjavíkur og
niargfaldar þar þrengslin og lóðardýrleikann.
Annar agnúinn á breyttu skipulagi bæja, er af sumum tal-
inn sá, að eigi sé hægt að breyta gatnaskipun, nema að rífa
búsin og byggja að nýju. Rví má svara: að »Rómaborg
var ekki bygð á einum degi.« I öllum bæjum og þorpum
Þarf að semja byggingarreglur og gera uppdrátt af bænum.
eitis og hann á að lita út t framtíðinni. Ressir uppdrættir