Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 47

Réttur - 01.02.1919, Page 47
Uœktun og sjálfstœði. 49 Sveitaþorp geta suir.staðar myndast við stór vatiisræktar- svæði. Landbúnaðinn vantar fjármagn. Landið þarf að eignast ræktunarbanka, er veiti ræktunarlán með smáum afborgunum. Hið opinbera þarf að stofna til nýrrar bunaðarþekkingar, og útbreiða hana. Bændur þurfa að spara vinnukraft með bættum verkfærum, vinnuaðferðum og betri og traustari byggingum. Til endurreisnar búnaðinum þarf fyrst og fremst: Aukið fjármagn, aukna þekkingu og nýjar vélar og vinr.uaðferðir. Til þess að bæta menningaraðstöðu fátækra kauptúna búa og borga-búa, þurfa þeir að eignast föst og sjálfstæð heim- ili, heilnæm og snotur. Skipulag þarf að komast á byggingu bæjanna. Ræktunin þarf að aukast, til hagsmuna og menningarbóta. Verkamenn þurfa að vera sínir eigin vinnu-herrar. Reir þurfa að koma því skipulagi á vinnuna, að hvert handtak gefi sem mestan afrakstur, og verkamaðurinn elski verkið sem sitt eigið. Rá veitir vinnan hærra kaup og meiri göfgi. Og síðast en ekki síst: Allir íslendingar þurfa að muna það, að hinn eini sanni sjálfstæðisgrundvöllur allra þjóða er: »Rœktun lýðs og lands.« Sú ræktun þarf að verða hugsjón allra ungra manna — hugsjón, sem þeir vilja fórna kröftum sínum. Menningin er afrakstur þess, sem varpað er á altari hugsjónanna. Jón Sigurðsson. 4

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.