Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 58

Réttur - 01.02.1919, Page 58
60 Réttur. Hver hefir orðið árangur af starfsemi kaupfélaganna yfir- höfuð, verður ljósast, ef litið er á hag þeirra héraða, þar sem öflug kaupfélög hafa verið starfandi nokkur ár, og borið sam- an við önnur héruð, þar sem aðeins eru kaupmannaverslanir. í hinum fyrnefndu er víðast góður og jafn efnahagur, fram- farir í jarðyrkju og öðrum atvinnuvegum, betri húsakynni og aðbúð yfir höfuð, fólkið mentaðra og félagslyndara, og betur fært til hverskonar samtaka og fyrirtækja. Kaupfélögin hafa gjörbreytt svo sumum sveitum landsins, að þær eru nú alt aðrar en fyrir nokkrum árum. Pað er vel kunnugt, að sumstaðar á landinu, þar sem eigi eru kaupfélög, hafa mjög litlar framfarir orðið síðustu ára- tugina. Er þó enginn vafi á því, að í sumum þessum hér- uðum eru landkostir góðir og staðhættir slíkir, að vel mætti batna hagur þeirra, ef ill verslun væri eigi til hindrunar.' * * * * * * * * * Kaupfélögin hér á landi eru enn svo ung, að þess má eigi vænta, að fullur árangur sé kominn í ljós af starfi þeirra. Pað verður framtíðin að leiða í ljós, hvað þau verða öflug og áhrifamikil, En engin ástæða er til að vænta annars, en að þau geti hér orðið eins heillarík og víða erlendis: Tekið í hendur sínar verslun, samgöngur, iðnaðarfyrirtæki og margt fleira, sem einstaklingarnir geta eigi leyst eins vel af hendi og fjöldinn, ef hann sameinar kraftana. Einar Sigfússon.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.