Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 62

Réttur - 01.02.1919, Page 62
64 Réttur. mikilli reynsiu. Peir gera sömu kröfur til tvítugra unglinga eins og væru þeir um sextugt. Mér verður helst að líkja þessum mönnum við amasöm gamalmenni, sem hafa staðið öndverð í lífinu og aldrei áttað sig á því; sem hafa altaf séð sinn fífil fegri, og þykir betra það sem var í gamla daga. Við þurfum frekar á brýningum að lialda og stórhuga, vonhlýjum fortölum, sem stæla kjark okkar og auka okkur von um, að geta staðist áhlaup og harðýgði lífsins, heldur en gaspri þessara manna. Pað er síður þörf á því, að leiða okkur að gröfum kærra vona og rústum hrundra áforma, held- ur en að beina hug okkar fram til nýrra stórfenglegra verkefna. Hér er ekki um léttúð að ræða né hlutleysi um sársauka lífsins og sorgir annara. En okkur ber að mæta inótlæti sjálfra okkar stillilega og djarfmannlega, annara sorgum með hljóðlátri hluttekningu. Lögmál lífsins krefst þess, að við stöndum meðan stætt er. Ekkert er göfugra en að vera máttugur huggari. En sá einn er máttugur huggari, sem er sjálfur sterkur á svellinu. Vormenn þjóðanna eru Iánsmenn. Peir eru sólarinegin. Vorhugur er í sálum þeirra. Mlsfellur mannlífsins drepa ekki úr þeim kjark. Blóðsúthellingar koma þeim ekki til að ör- vænta. Þeir vita, að öllu slíku má jafna við það, er stökk- maðurijm hopar aftur á bak, til þess að geta stokkið lengra áfram næsta skifti. Hafið þið séð himininn faðma jörðina á friðsælu vor- kvöldi, eða séð hafkæluna og sumargoluna mætast í miðjunt dal, sættast, og gera gott úr öllu. Slíkur er máttur vorsins. F*að ber anda sáttfýsinnar inn í bygðir landsins. Sá andi þarf að komast inn í hjörtu okkar. Við þurfum að láta gamlar sakir falla niður, og hefja hugi vora yfir alt smátt og lágt. Okkur ber að hugsa meir um það, að skila góðum arfi, en að gera lífið að skollablindu og eltingaleik gamalla smámuna. Hver sá, sem er sannarlegt vorsins barn, hugsar lengra en fram til haustnótta æfi sinnar. Hann hugsar til vorsins, sem

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.