Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 66

Réttur - 01.02.1919, Page 66
68 Réttur. III. Hvað er boðlegt? .......Einn af forstöðumönnum þessarar samkomu mælt- ist til þess við mig, að eg kæmi upp í þennan ræðustól í kveld. — Pið sjáið nú sjálf, að í slíkri bæn er fólgin mikil virðing — að minsta kosti ef hún er tekin frá vissum hliðum. En þrátt fyrir það, að virðingin kitlaði, gaf eg þessum manni ekkert loforð; hugsandi á þá leið, að eg hefði sennilega ekkert það fram að bera á þessum stað, sem boðlegt gæti heitið. Síðar, þegar eg fór að hugsa um þessa bón mannsins, flugu mér í hug, meðal annars, hinar alþektu ástæður fyrir slíkum bænum, nefnilega: ^Pað vantar menn« — í þessu tilfelli: ræðu- menn; og aftur á móti ástæður fyrir undanfærslunni, sem oft- ast felast í, eða er leiddar af orðunum, »ekki boðlegt*. Hversu aumt og broslegt er ekki félagslíf okkar, þegar þess- ar tvær setningar eru ríkar og gildandi á meðal okkar, eins og raun ber vitni um. Þessar tvær setningar eru svo sam- tvinnaðar öllu okkar lífi og öllum okkar athöfnum, að eg hygg vafalaust, að þær tvær og hið mikla vald þeirra megi teljast að minsta kosti. boðlegur grundvöllur undir 5 — 10 mínútna ræðu. Að hinu vík eg síðar, hvort eg sjálfur, sem ræðumaður, samsvara efninu. H. H. segir í ljóðabók sinni: »Oss vantar menn, oss vantar rnenn, sem andarteppu óp brýst fram úr öllu því sem vinna ber. — Það nýsitir köldum klakahramm á hvert það brjóst sem lyftir sér. Og hvern sem bogið bak vill rétta með bjargsins þunga legst það á, sem dauðra hausa hæðnisgretta, það haugum rofnum blasir frá: Orð, orð, innan tóm — fylla storð fölskum róm.« —

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.