Réttur


Réttur - 01.02.1919, Page 68

Réttur - 01.02.1919, Page 68
70 Réttur. Til þess að skýra mál mitt ofurlítið nánar, verð eg að taka ofurlítið dæmi. — En til þess að lengja ekki tímann of mikið, verð eg að stikla á atriðunum, og taka það sem næst liggur. Gest ber að garði. Hann er ekki heimagangur, og útlit hans bendir til, að hann muni vera í venslum við hinn stóra guð vorra tíma, sem kallast menning. Við þekkjum þá naumast nein þau efni í bæ eða búri, og kunnum enga svo viðhafn- arlega samsetning þeirra, að við getum talið boðlegt gestinum. Og því þá ekki boðlegt? Af óttanum við menninguna. Óttan- anum fyrir því, að gegnum fábreytta réttinn skíni okkar eigin menningarleysi. — Við förum á mannamótið; hlustum á ræðumanninn og þykir fátt um. Og því þá það? Af því við óttumst, að andi hans sé ef til vill ekki svo Iaugaður í lindum menningarinnar, að vansalaust sé að taka þau fyrir góða og gilda vöru, en hættu- minna að þykja fátt um, því það er huliðsshjálmur, sem gott er að bregða yfir sig, og gefur í skyn, að meira sé inni fyrir; við höfum meira þekt, meira heyrt og séð, og vitum nokk- uð sjálf. Við hlustum á söngmanninn. Hann er of kunnugur okkur, til þess að við megum halda, að hann syngi vel. Og við »gagnrýnum« söng hans — og þykir fátt um, af því við höf- um heyrt annan svipaðan honum syngja, og handan við fjöll- in syngja fleiri — sennilega með enn meiri menningarblæ. Tökum nýútkomna bók — lesum hana, og hvað svo? Hún er eftir skáld, sem við þekkjum öll — lítilsverð, rétt lagleg dágóð, Ieiðinleg — afleit — ágæt! Nei, ágæt getur hún ekki verið, það væri ofbert menningarleysi. Agæt bók eftir skáld, er við þekkjum öll, það kemur varla fyrir — og hafa ef til vill lesið stór ritverk eftir stórskáld, sem við þekkjum ekki, og sjáum því í þokuhillingum nútíðarinenningarinnar — að bera slíkt saman eða nefna í einu er afarvarasamt!! — Óttinn við menninguna er líka hér að verki, og fyrir áhrif hans er það, að við teljum óboðlegt flest það, sem náungi okkar fram- leiðir. Við komum ekki auga á það, að hann eigi nein skil- ýrði til þess að setja nógu mikið menningarsnið á framleiðslu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.