Réttur


Réttur - 01.02.1923, Side 7

Réttur - 01.02.1923, Side 7
Rjettur, 7 í þeim efnum. Hann telur það verkefni komandi ára að breyta þeirri gömlu skoðun, að eignaumráð og eyðsla á verðmætum eigi að vera óskorað prívatmál hvers ein- staklings. Því meiri auði og verkakaupi sem úthluta þarf meðal inanna, því meiri nauðsyn á sterku eftirliti ríkis- valdsins. Eyðsla á fjármunum og vinnuorku einstaklinga liverrar þjóðar hafi mikil áhrif á hag þjóðfjelagsheildar- innar. Hann telur að eign hvers einstaklings megi eigi fara yfir tiltekið hámark; á að hindra það og takmarka með erfðafjárskatti, verðhækkunarskatti, skatti á gróða- brallságóða og af einkaleyfistekjum og einokun. Hann mælir og með þjóðnýtingu á einstökum stórfyrirtækjum. Þá deilir hann mjög á fjölmenni verslunarstjettarinnar. Þær miljónir dagsverka, sem verslunaragentar eyða til lítils gagns, eru honum þyrnir í augum. Telur að þá megi spara, ef að í hverii stórborg sjeu sýnishorna-vöru»lager« fyrir heildsalana. Þúsundir smásölubúða, þar sem karlar og konur standa vinnulítil innan við búðarborðin, telur hann ógurleg átumein í þjóðfjelaginu. Það þurfi að færa smásöluna saman í stærri búðir og minka stórum vinnu- kraftinn við hana. Ennfremur bendir hann á óþarfar og hjegónrlegar iðnaðargreinar. Biður að atlnrga það t. d., að eitt gimsteinahálsband, sem flutt 'er inn í landið, kost- ar eins mikið og umbætur á stórum búgarði, og að lrvert þúsund af Kampavínsflöskum, til drykkjar, frá Frakklandi, kosti þjóðina eins mikið og að koma góðum manni gegn- um háskólanám, eða gera hann fullnuma í verkfræði. Athugi menn þessi dæmi og þúsundir annara sams- konar, þá eiga þeir, vænti jeg, erfitt með að átta sig á, að þjóðfjelaginu beri að styðja þetta sleifarlag, með laga- vernd og þjóðarauði, eins og nú er gert. Yfirleitt gagn- rýnir hann mjög skarplega og með bersögli þjóðlífið og skipulagshætti þess, og stjórnmálastarfsemi þjóðar sinn- ar. Það verður eigi rakið í stuttu máli. Stóriðnaðar- stefnan og verslunarsamkepnin segir liann að hafi vakið upp úr sálardjúpi einstaklinganna dýrslega græðgi, og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.