Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 28

Réttur - 01.02.1923, Page 28
28 Rjeítur. tegund:n var fyrirfrain dæmd til dauða, þótt lifað hefðu þeir nokkur a'r lengur. Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefii; engar bætiir megna að kalla þessa tegund aftur til lifs- ins og enginn gelur grátið hana úr helju. Hamir þessara fugla voru sendir á útlend náttúrugripasöfn og eru nú þar til sýnis sem minnisvarði þeirrar þjóðar, er hjálpaði til að út- rýma geirfuglinum. Einstakir útlendingar fóru nú að bjóða mörg þúsund krónur fyrir einn einasta geiifuglsham eða þó ekki væri nema fyrir eitt egg. Petta var gert til að æsa dráp- girnina hjá tnönnum, sem ef til vill hiltu eiiin eða tvo fugla einhversstaðar í afkirna jarðarinnar. En það var árangurslaust, geirfuglinn var útdauður — mælirinn var fullur. Útiýmingarsaga geirfuglsins sýnir, hvað menn eru sljófir fyrir tilverurjetti margra dýrategunda í náttúrunni. Drápgirnin gerir menn að tilfinningalausu verkfæri t'l að útrýma þeim við hvett tækifæri sem býðst. Sömu aðferð er nú beitt við allan þorra íslenskra fugla. Tilvera þeirra hangir á veikum þræði. Það vantar ekki nema herslumuninn að sumum þeirra verði þegar útrýmt. Og það sannaðist, að ef þá vantaði flugfjaðrirnar, eins og geirfuglinn, til þess að lyfla sjer frá jörðinni, væru þeir fyrir löngu útdauðir hjer á landi, og stór eyða komin í íslenska nátlúru, þar sem áður drotnaði fegurð, líf og fjör. Rostungurinn er sem kunnugt er útdauður hjer við ísland. Mikið var af þeirri dýrategund til forna við strendur lands- ins. A það benda örnefnin, sem enn eru við líði, t. d. Rosmhvalsnes. Svarðreipi, er notuð voru í höfuðbendur á skip, var verslunarvara íslendinga til forna. Ressa vöruteg- und fengu þeir af rostungum, sem veiddir voru lijer við land, og mun það meðal annars hafa stutt að því, að úlrýma iost- ungnum. Rað sem ertir er af þessari dýrategund hefst við latigt norður í íshafi, nálægt Grænlandsströndum, og er talið víst, að hún verði aldauða þar með tímanum. Stundum hefir það komið fyrir, að rostungur hefir slæðst hingað til lands- ins rjett af tilviljun, en aldrei komist lifandi í burtu aflur, ef nokkur ráð liafa verið að drepa hann. Morðvopnin eru undir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.