Réttur


Réttur - 01.02.1923, Side 53

Réttur - 01.02.1923, Side 53
Rjetíur. 53 búandinn hafa spilt einhverjum hlunnindum jarðarinnar, að óþörfu eða úr hófi fram, skyldi hann látinn sæta ábyrgð fyrir, en ekki þó að verkum hans væri ábótavant að öðru leyli, því að það eitt kæmi honum sjálfum við. Niðurníðsla náttúrugæðanna hefir illar afleiðingar fyrir eftirkomendurna. Menn geta bætt túnið og mannvirki á jörðinni, en alls ekki úthaga og heimalönd, sem blásið hafa upp og orðið að flagi. Pað ælti að vera eins auðvelt fyrir sveitabændur að mynda fjelagsskap til að rækta jörðina, og reka fjelagsbú eins og sjávarbændum að gera út skip í fjelagi til fiskveiða. Efnalitlir bændur, sem hokra hver á sínu koti, ættu að mynda fjelags- búskap. Taka eina jörð að minsla kosti þrír saman, þaul- rækta hana, þangað til hún gefur af sjer lOfalt meiri arð en hún gerði, er hún var í órækt og í einbýli. Slík fjelagsbú gætu gert mikið, til að rækta landið. Að úthluta einstökum mönnum takmarkaðar landsspildur, nokkur hundruð dagslátt- ur að stærð, til ræktunar skapar einyrkjabýli og einyrkjabasl, eins og verið hefir, það mundi sækja í sama horfið með landníðsluna og erfiðleikana við að rækta jörðina. Einang- urs búskapurinn er skaðlegur fjelagslyndi manna og samvinnu, ætti undanfarin reynsla að vera búin að færa mönnum heim sanninn um það. Með því að rækta í fjelagi, gætu menn komið miklu verki í framkvæmd, sem einstaklingnum annars væri ofvaxið. Fjelagsbúskapurinn getur blessast, ef rjett er að farið; þaif að búa svo vel um stofnun hans, að sundrung og tortrygni geti ekki vaknað eða komist að milli sambýlis- manna, Og það er hægt, með því að halda nákvæman og glöggan reikning yfir allar lekjur og gjöld búsins, og verð- leggja eigur hvers bónda. sem hann legði til búsins í fyist- unni, og ennfremur halda vinnudagbók yfir alla vinnu hvers fyrir sig við búið o. s. frv. Reikninginn skyldi gera upp við hver áramót og borga þá út arðinn hverjum bónda, í hlutfalli við þær eignir, sem hann liefir lagt til búsins, og vinnu, inta af hendi í þatfir þess. Glögg reikningsskil, í srnáu sem stóru, eru nauðsynleg, bæði til að sjá hvernig hag-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.