Réttur


Réttur - 01.02.1923, Page 60

Réttur - 01.02.1923, Page 60
60 Rjettur. nátlúrunnar, en þó er veira, að spilla auði na'tlúrunnar sjálfr- ar, en það er gert, þegar aldrei er sáð til uppskerunnar. A'ið 1919 er allur fiskur, iískafurðir og hlunnindi talið að veia um 31 miljón kr. virði. En húast má við, að tala þessi sje að ýmsu leyti ónákvæm, því að varla tnun alt það talið á skýislum, sem rænt er úr skauti lands eða lagar. þetta má því telja lágmarkið. En við þessa upphæð má bæta ágóða af rártyrkju Iandbúnaðarins, er nemur 12 milj. kr. Nemur þá þetla alt 43 milj. kr. Öllu þessu, og þó meiru til, er rænt úr skauti íslenskrar náttúru, sem enginn maður hefir hjálpað til að framleiða tneð ræktun. Allar lands og lagarafurðir íslands verða þá rúml. 50 milj. króna virði, því að ræktaður jarðargróði er metinn 8 milj. Verðmæti nokkura hlunninda eru hjer ótalin, t. d. mór og dúnn, en það breytir litlu aðalhlutföllunum milli þess, sem mennirnir og nátturan ræktar. Það lætur nærri, að 80 menn af hverjum 100 hjer á landi lifi svipuðu lífi og Skrælingjar, á því, sem þeir hiifsa til sln með ránshendi úr auðsæld landsins og náttúrugæðum. Trúin á það, að náttúrugæði landsins sjeu ótæmandi, svík- ur menn áður langt um líður. Að halda þannig áfram að hirða ávextina, án þess að rækta þá, fer svo að lokum, að fisktegundirnar, sem mest eru veiddar í sjó, ám og vötn- um, munu þverra að mestu tða öllu leyti; ýmsar fuglateg- undir hverfa alveg úr sögunni; úthagar og skóglendi gerspill- ast, breytast í mela og flög o. s. frv, F*ó að tölvert sje gert til þess að rækta landið, og varðveila hlunnindin, eins og t d. með verndun æðarfuglsins, vegur það ekkert upp á móti h'nu, sem er rænt og ruplað. fað er ekki þjóðinni að þakka, að náttúrugæði landsins eru ekki þurausin, heldur hinu, að frjósemi og lífseigja hinnar lifandi náttúiu er svo mikil, að ekki hefir áunnist að spilla þeim til fulls, með þeim áhöld- um og tækjum, sem hingað til hafa verið uotuð. Pegar búið er að raska svo jafnvægi f náttúrunni, að ein- stakar dýrategundir eru komnar að því að deyja út, sakir of- mikillar veiði, er oft farið að gera ráðstafanir til þess að yernda þær og halda þeim við. F*á fara ræktunaráhöldin að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.