Réttur


Réttur - 01.02.1923, Síða 71

Réttur - 01.02.1923, Síða 71
Rjettur 71 frelsi landsmanna? Spyrjum melana og flögin, sem áður voru vafin gróðri, ár og læki, þar sem áður var kvikt af fiskum; spyrjum yfirleitt allan villigróður og alt vilt dýralíf landsins. Mundu svörin ekki verða þvílík, að fullnóg væri til þess að láta hvern ærlegan íslending roðna og skammast sín? Um ættjarðarástina og rækiarsemi manna til landsins má helst lesa í prentuðum bókum, en síður í bók náttúrunnar. VII. Ræktunin. Pegar þjóðirnar voru á mjög lágu menningarstigi, var það eðlilegt, að þær lifðu eingöngu á því, sem þær rændu úr skauti náttúrunnar. En með vaxandi menning og þekkingu á náttúrunni, breyttist þetta smám saman. Af náttúrunni lærði maðurinn að rækta jörðina og gera sjer hana undirgefna. Hún varð honum þar fyrirmynd, eins og hún er enn og hefir verið á öllum tímum. Með rjettu tók maðurinn sjer drottinvald yfir öllu því, sem hann ræktaði, en ógæfan var, að hann hjelt áfram, samhliða ræktuninni, eins og áður, að ræna náttúruria eða því, sem hann hafði ekki ræktað. Og að meta sumar dýrategundir skaðlegar eða gagnslausar, en aðrar gagnlegar. Eftir þessari skoðun breytti hann svo við náttúruna. Nú á dögum hæltir mönnum við, að gera lítið úr rnenn- ingu sumra fornaldarþjóðanna, í samanburði við mennig nú- tímans. En á sumum sviðum stöndum vjer þeim ekki fram- ar. Þær lögðu grundvöllinn undir menningu nútímans. Peim eigum vjer að þakka húsdýrin, sem nú eru ræktuð um alla jörðina. Þær be'sluðu fyrstar hestinn og tóku hann í þjón- ustu sína. F*ær kölltiðu á hundinn út úr villidýrahópnum og gerðu sjer hann fylgispakan og tryggan. Klaufdýrunum söfnuðu þær saman og gerðu þau sjer undirgefin og háð o. s. frv. Yfirhöfuð voru það fornþjóðirnar, sem beisluðu villi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.