Réttur


Réttur - 01.02.1923, Side 96

Réttur - 01.02.1923, Side 96
96 Rjettur eins vörnurnar, seni hægt er að falsa og þynna út, held- ur peningar, hluteignir í fyrirtækjum o. s. frv. Peninga- eignin hefir verið margfölduð á pappírnum, bankarnir gefa út seðla, sem þeir innleysa ekki með gulli, og að lokum vilja menn ekki (t. d. útlendingar) taka þessar út- j^yntu krónur gildar. Slíkir ginningaleikir eru gerðir til að snuða kaupandann, og það hepnast aðeins í bráðina. Næst þegar lrann skiftir við seljanda seðlanna, dregur hann frá fyrir falsinu (verðmun seðla og gulls) og ef til vill meira, þegar hann er kominn að raun um hverskon- ar seljendur þeir eru, ti! þess að vera viss um að tapa ekki á fallandi seðlum. Seljendum slíkra seðla fer líkt og fjársalanum, sem gaf skepnum sín'um saltað hey, daginn áður en hann rak þær á markaðinn; en áður en þær komu á sölutorgið, Ijet hann þær drekka svo mikið vatn senr þær gátu, við þetta þyngdust þær til rnuna, og gaf það honum góðan stundarhag. En það skiftir eigi mestu máli nú orðið að leiða í ljós, hvaða áform knúðu menn til þess að gefa út seðlafúlg- una og neita svo að innleysa þá aftur, og enn síður að ásaka hvorir aðra fyrir þau mistök. Við verðum fyrst og fremst að leita ráða til viðreisnar úr þessari niðurlægingu. Jeg geng út frá, að allir sjeu sammála um að greiða úr peningamálunum og rjetta við gengið. Að vísu eru nokkrir, sem ekki vilja festa verðgildi krón- unnar; það eru menn, sem lifa á því að »spekúlera« með gjaldeyririnn og ætla sjer ágóða, bæði þegar hann stígur og fellur aftur. Pað er örlítill hluti þjóðarinnar, nokkur luindruð manna; en þeir rnega sín nrikils, og ef til vill, rneira en allir hinir til samans. Hver er þá leiðin út úr vandræðunum? Ýmsum virðist hún- liggja opin fyrir og auðveld. Þeir vilja látaalt afskiítalaust, telja að geng- ið lagist af sjálfu sjer og krónan nái sínu forna gildi. Þeir álíta að gengið lúti óviðráðanlegu iögmáli. Þannig virðist afstaða flestra peningamálanefnda og bankamanna. Þeir segja: »Látið okkur annast um þær sakir í næði. Við

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.