Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 2

Réttur - 01.01.1974, Síða 2
árlegu 11%, en útlend verðbólga jafnhá bætist við, þá stefnir burgeisastéttin öllu í öngþveiti, ef hún fær að ráða ferðinni. Og það efnahagslega öngþveiti, er hún veldur með stjórnleysi sínu, glundroða og gróðafíkn, munu þá öfga- öflin innan hennar nota til þess að skapa grundvöll fyrir harðstjórn jafnvel fasisma með taumlausu lýðskrumi sínu. Sá verkalýður, sem er voldugur á kaupgjaldssviðinu í krafti samtaka sinna, verður að gerast jafn voldugur á stjórnmálasviðinu í krafti samstarfs flokka sinna, er öll launastéttin: verkalýður og aðrir, er af launavinnu lifa, þurfa að fylkja sér um. Ella kann illa að fara. — Þetta vandamál er nokkuð rætt i greininni „Vald og vit“ í þessu hefti. — Sigurinn í vinnudeilunum sannar vald verkalýðsins. En það vantar enn viljann — sameiginlegan vilja hinna vinn- andi stétta — til að beita því valdi á stjórnmálasviðinu. Þann vilja þarf að skapa. „Vilji er allt sem þarf.“ Það alvarlegasta er að þau sömu öfl, — sem vinna nú að sköpun öngþveitis, stóðu að harðstjórnaraðgerðum viðreisnarstjórnarinnar gegn verkalýðnum (lagabönnum, skipulagningu atvinnuleysis og landflótta), og unnu að því að koma erlendu auðvaldi til valda í atvinnulífi íslendinga, — vinna nú af skefja- lausri áfergju að því að koma landinu undir erlent hervald til frambúðar. Þau öfl hafa nú með áratuga forheimskun og blekkingahríð sökkt hluta þjóð- arinnar svo djúpt að biðja um að sá erlendi innrásarher, er hér braut með ,.islenskri“ aðstoð stjórnarskrá landsins með hernáminu 7. maí 1951, skuli dvelja hér áfram. Þessi öfl, sem vilja að ísland sé njósnastöð morðingja- hersins frá Vietnam, skipulögðu nú víðtækustu njósnastarfsemi um skoðanir Islendinga, sem gerð hefur verið síðan bandaríska sendiráðið útbjó spjald- skrárnar yfir „óæskilega íslendinga" á árum kalda stríðsins. Undirlægjur hernámsliðsins vilja hafa það á hreinu, hverjir skuli hljóta hlutskipti hinna „feitu þjóna“ ef ameríska Watergatevaldið stuðlar að „sigri lýðræðisins'1 (á Morgunblaðsmáli) hér á landi eins og í Chile. Hinir hlytu þá hlutskipti þeirra, í hverra „brjósti frelsið á heima." Efni þessa heftis er all fjölbreytt. Forustugreinin fjallar um komandi sveitar- stjórnarkosningar. ★ ☆ ★ Sú breyting verður gerð á ritnefnd „Réttar“ með þessum árgangi, að þrír nýir menn bætast við í ritnefndina: Þær Gerður G. Óskarsdóttir, Soffía Guð- mundsdóttir og Svava Jakobsdóttir. Væntir „Réttur“ þess að geta boðið lesendum sínum enn fjölskrúðugra efni en hingað til, þótt hann hafi áður notið góðs af framlögum þessara félaga. Áskriftarverð „Réttar“ hefur verið óbreytt í fimm ár og verður því miður að hækka það nú í 400 kr. á ári. Eftir sem áður eru öll ritstörf við „Rétt“ sjálf- boðaliðsvinna. En nauðsynin á enn meiri útbreiðslu hans fer vaxandi. Heitir „Réttur“ á alla velunnara sína að vinna að því að afla nýrra áskrifenda.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.