Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 3

Réttur - 01.01.1974, Síða 3
Adda Bára Sigfúsdóttir: * I tilefni sveitarstjórna- kosninga í sveitarstjórnakosningum er tekist á um valdaaðstöðu engu síður en í alþingiskosn- ingum, og sigrar á þeim vettvangi eru ekki einungis mikilvægir vegna þess að þeir skapa aðstöðu til þess að færa ýmislegt til betri vegar fyrir alþýðu manna heldur eiga þeir einnig að auðvelda sósíalistum að auka skiln- ing manna á réttmæti og nauðsyn þess að framkvæma grundvallarbreytingar á þjóð- félagsbyggingunni. Þó að valdaaðstaða í sveitarstjórnum gefi engin tækifæri til þess að breyta neinu sem nemur um hagkerfi og eignarrétt, á að vera auðvelt að nota þessa frumeiningu stjórn- valds til þess að efla það viðhorf, að hver og einn eigi að hafa rétt og tækifæri til þess að hafa áhrif í samfélaginu. Við getum innan þess takmarkaða valdsviðs sem sveitarstjórn hefur, komið þeirri skipan á, að hver og einn finni, að hann getur að staðaldri átt þátt í að móta framvindu mála í nánasta umhverfi sínu. Takist þannig að skapa sterkar lýðræð- isvenjur innan sveitarfélags hlýtur sú hug- mynd að verða nærtæk hverjum þeim manni, sem þar lifir og hrærist, að það sé líka verk- efni allrar alþýðu að taka ákvörðun um hvað eina sem máli skiptir í þjóðfélaginu, en þá er komið býsna nærri einu grundvallaratriði sósíalísks þjóðfélags. Sú spurning hlýtur þá einnig að gerast áleitin hvers vegna ýmsir mikilvægir þættir í samfélaginu séu undan- þegnir almannastjórn. Hvernig má það sam- rýmast virku lýðræði að eignarréttur skapi til- teknum einstaklingum völd yfir atvinnu- möguleikum manna og þar með lífsafkomu? Snar þáttur í barátmnni um sveitarstjórnir er baráttan við peningavaldið, sem enn er drottnandi afl í samfélagi okkar. Þetta á ekki síst við um þá baráttu sem fram fer í Reykjavík þar sem peningavaldið hefur bein og óskoruð yfirráð gegnum meirihluta Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Þessu yfirþyrm- 3

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.