Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 4

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 4
andi peningavaldi á að vera hægt að hnekkja í borgarstjórnarkosningunum í vor. Núver- andi meirihluta aðstaða Sjálfstæðismanna byggir á mjög veikum grunni. Meirihluti borgarbúa stendur ekki á bak við meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. I borgar- stjórnarkosningunum 1970 hlutu þeir 20952 atkvæði, en andstæðingar samanlagt 22967, og í alþingiskosningunum 1971 snerist hlut- fallið þeim enn frekar í óhag. Þá voru at- kvæði Sjálfstæðismanna 18884, en andstæð- ingar þeirra hlutu 24102 og eru þá ekki meðtalin 1353 atkvæði, sem greidd voru Framboðsflokknum. Ekki má þó taka þessa þróun sem örugga vísbendingu um væntan- lega atkvæðaskiptingu í vor vegna þeirrar reynslu að Sjálfstæðismenn hafa jafnan feng- ið betri útkomu í borgarstjórnarkosningum en alþingiskosningum. Skýringin á fyrirbær- inu er sú, að þeim hefur allt til þessa tekist ótrúlega vel að innræta borgarbúum þá trú að upplausn og glundroði taki við ef „sam- hentur meirihluti" þeirra ráði ekki lengur ferðinni. Á þessum vetri er þó full ástæða til að ætla að glundroðakenningin sé verulega að tapa áhrifamætti sínum. Gegn henni stendur annarsvegar náin samvinna borgarfulltrúa vinstri flokkanna í borgarstjórn allt kjörtíma- bilið og hins vegar vaxandi átök í ýmsum málum milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- manna innbyrðis, þar sem einn borgarfulltrúi þeirra, Albert Guðmundsson, hefur látið mikið að sér kveða. Hann er síst líklegur til þess að draga á nokkurn hátt úr sókn sinni til aukinna forráða í borgarstjórn og því mun glundroðinn í herbúðum Sjálfstæðismanna sjálfra smám saman verða hverjum manni augljós. Yinstri flokkarnir í Reykjavík hafa aftur á móti tekið upp viðræður um samstöðu í borgarstjórnarkosningunum. Þær viðræður hafa þó ekki snúist um sameiginlegt fram- boð heldur um málefnalega samstöðu og samvinnu að kosningum loknum. Oruggt má telja að árangur viðræðnanna verði sá, að kosningaátökin verði fyrst og fremst átök milli tveggja fylkinga, íhalds og íhaldsand- stæðinga. í kosningaáróðri Sjálfstæðismanna hefur persónudýrkun á borgarstjóra jafnan verið eitt höfuðatriðið, hver sem hann hefur verið. Það er öllu meiri áhersla lögð á að Reykvík- ingar séu að kjósa sér borgarstjóra, en 15 manna borgarstjórn. Þetta andlýðræðislega viðhorf hefur verið innrætt borgarbúum af svo mikilli atorku, að margir líta enn á það sem sjálfgefna for- sendu fyrir sigri vinstri flokkanna í kosning- um, að þeir komi sér fyrirfram saman um borgarstjóraefni og hefji svo stjörnudýrkun á Jæim manni sem ekki gefi eftir auglýsinga- herferð íhaldsins um ágæti þeirra borgar- stjóra. Þetta er engan veginn nauðsynlegt. Við ætlum að stjórna borginni á lýðræðislegan hátt, og til þess kjósum við borgarfulltrúa að þeir verði allir virkir þátttakendur í dag- legri stjórn hinna margvíslegu borgarmál- efna. Vinstri flokkarnir þurfa fyrirfram að koma sér saman um, hvernig þeir að unnum sigri hyggjast velja forseta borgarstjórnar úr hópi sinna borgarfulltrúa. Það er eðlilegt fyr- irkomulag, sem bæði er tíðkað á Norður- löndum og í mörgum bæjarfélögum hér á landi að forseti bæjarstjórnar er höfuðábyrg- ur fyrir starfi bæjarstjórnar og fulltrúi henn- ar út á við. Bæjarstjóri er síðan framkvæmda- stjóri bæjarstjórnar, en ekki pólitískur leið- togi. Tæpast þarf að hafa miklar áhyggjur af því að ekki bjóðist hæfir menn til að gegna þess háttar embætti fyrir borgarstjórn Reykja- víkur, þegar eftir því verður leitað. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.