Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 7

Réttur - 01.01.1974, Page 7
Sjálfsmynd van Gogh Bellini: Madonna — reynir að vera ánægð, sbr hugsanir henn- ar við kvöldmáltíðina: „Heimili mitt, hér er það, í návist þessa fólks ... Alit þess á mér ... það er ég. Heiðvirt, framsækið lífs- glatt ..... Því efast ég? Þetta er ég bara þetta ...." Hvöss gagnrýni felst í myndinni af Þóru, þegar hún er að þurrka af í stofunni. Skraut- munir og fjölskyldumyndir — engar bækur — nema biblían — tómur blómavasi og gerviávextir, ekkert er í tengslum við nátt- úruna, aðeins hlutir, sem eru þarna, til þess að hún komist ekki í burtu. Heimilið er fangelsi hennar, eins og svo snilldarlega kemur fram í leikritinu, þegar rimlarnir á hansatjaldinu breytast í rimlaglugga á fanga- klefa. — Og gúmmíhanskarnir — getur hún ekki einu sinni snert á þessum hlutum með berum höndum? Vinkona hennar, Þrúða, er ein af þessum „vinkonum", sem flestar eiginkonur eiga. Símtalið milli þeirra er eitt áhrifamesta at- riði leikritsins. Verkar eins og högg á les- andann. Atriðið er mjög gróft að mínum dómi, en trúlega með ráðum gert, til þess að sýna fram á innihaldslaus samtöl kvenn- anna og undirstrika hlutverk þeirra sem kven- dýra. 7

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.